Fótbolti

Emil skoraði gegn Juventus

Hér má sjá Emil skora framhjá Gianluigi Buffon í marki Juventus í dag
Hér má sjá Emil skora framhjá Gianluigi Buffon í marki Juventus í dag AFP

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina í dag þegar liðið náði 2-2 jafntefli við Juventus í ítölsku A-deildinni. Emil skoraði síðara mark Reggina í leiknum þegar botnliðið hirti dýrmæt stig af Juventus.

Reggina hafði forystu 1-0 í halfleik en Alessandro del Piero jafnaði fyrir Juventus úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Emil kom Reggina svo yfir á 69. mínútu en Cristiano Zanetti jafnaði fyrir Juventus skömmu síðar og þar við sat.

Reggina er enn í botnsæti deildarinnar með aðeins 24 stig, fimm stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir.

AC Milan skaust í annað sæti deildarinnar með 3-0 sigri á Palermo þar sem Kaka skoraði tvívegis úr vítaspyrnum og Filippo Inzaghi skoraði eitt. Juventus datt niður í þriðja sætið með jafnteflinu við Reggina.

Inter getur því náð tíu stiga forskoti á toppnum með sigri á Napoli í kvöld og farið langt með að tryggja sér titilinn.

Úrslit og staða á Ítalíu 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×