Má bjóða þér að éta plastpoka? Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 2. nóvember 2009 06:00 Sú frétt sem mestu uppnámi olli í síðustu viku var óumdeilanlega brotthvarf hins ameríska McDonald"s frá Íslandi. Þúsundir landsmanna lögðu upp í pílagrímsferð til að éta síðasta hamborgarann, skrifuðu tárvot blogg í stórum bunkum og stofnuðu stuðningssíður á fésbókinni. Margir lögðu djúpan skilning í þessa breytingu og litu á hana sem mikinn missi eða jafnvel byltingu eða þjóðarhreinsun. Verstu afleiðingar kreppunnar eða þær bestu. Mikið frelsi eða einmitt þvert á móti. Jafnvel virtust skoðanir fólks á þessum skyndibita haldast í hendur við stjórnmálaviðhorf og sívinsæl persóna ritstjóra Moggans flaut með á furðulegan hátt. Fyrir stuttu sýndu fjölmiðlar þeim fréttum áhuga að umræddir hamborgarar virðast hafa sömu eiginleika og plastpokar, þ.e. þeir rotna ekki. Þótt einhverjum kunni að finnast dálítið ókræsilegt að borða plastpoka láta aðdáendurnir svona slúður ekki spilla fyrir sér ánægjunni eitt augnablik. Því ef til er örugg leið að hjarta mannsins þá liggur hún svo sannarlega í gegnum magann. Við hér í velsældinni sem þurfum fæst að hafa nokkrar áhyggjur af hungursneyð höfum þess í stað komið okkur upp alls kyns fræðingum sem fjalla um það sama: Hvað skal éta og ekki éta. Nú er til dæmis enginn maður með mönnum án þess að hafa farið í sérlega afeitrun. Að baki því liggur sú fullyrðing að við innbyrðum svo mikið eitur sem líkaminn ráði ekki við, að í alls kyns venjulegum mat séu svo rosalega mörg aukaefni að hinum vesæla velsældarlíkama fallist hendur. Nauðsynleg endurhæfing felist í rándýrri innlögn á sérlegt heilsuhæli og meðferð með föstu og stólpípum. Slíkt vinni á offitu, hjartasjúkdómum, þunglyndi, ofnotkun lyfja, húðsjúkdómum og gigt svo fátt eitt sé nefnt. Þótt líkaminn hafi marga undursamlega hæfileika er ekkert kerfi fullkomið sé farið út fyrir ystu þolmörk. Sé fyllstu sanngirni gætt er hægt að gera kröfu um dálitla ábyrgð hvers og eins á eigin heilsu. Ég fullyrði að slíkt er alveg hægt að gera jafnt og þétt án þess að taka hlé frá raunverulega lífinu og leggjast í sjálfhverfa ristilskolun. Góð byrjun er til dæmis að hætta að éta plastpoka. Andvirði meðferðarinnar væri svo tilvalið að leggja inn á reikning ABC hjálparstarfs sem bjargar litlum börnum sem eiga í alvörunni bágt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Sú frétt sem mestu uppnámi olli í síðustu viku var óumdeilanlega brotthvarf hins ameríska McDonald"s frá Íslandi. Þúsundir landsmanna lögðu upp í pílagrímsferð til að éta síðasta hamborgarann, skrifuðu tárvot blogg í stórum bunkum og stofnuðu stuðningssíður á fésbókinni. Margir lögðu djúpan skilning í þessa breytingu og litu á hana sem mikinn missi eða jafnvel byltingu eða þjóðarhreinsun. Verstu afleiðingar kreppunnar eða þær bestu. Mikið frelsi eða einmitt þvert á móti. Jafnvel virtust skoðanir fólks á þessum skyndibita haldast í hendur við stjórnmálaviðhorf og sívinsæl persóna ritstjóra Moggans flaut með á furðulegan hátt. Fyrir stuttu sýndu fjölmiðlar þeim fréttum áhuga að umræddir hamborgarar virðast hafa sömu eiginleika og plastpokar, þ.e. þeir rotna ekki. Þótt einhverjum kunni að finnast dálítið ókræsilegt að borða plastpoka láta aðdáendurnir svona slúður ekki spilla fyrir sér ánægjunni eitt augnablik. Því ef til er örugg leið að hjarta mannsins þá liggur hún svo sannarlega í gegnum magann. Við hér í velsældinni sem þurfum fæst að hafa nokkrar áhyggjur af hungursneyð höfum þess í stað komið okkur upp alls kyns fræðingum sem fjalla um það sama: Hvað skal éta og ekki éta. Nú er til dæmis enginn maður með mönnum án þess að hafa farið í sérlega afeitrun. Að baki því liggur sú fullyrðing að við innbyrðum svo mikið eitur sem líkaminn ráði ekki við, að í alls kyns venjulegum mat séu svo rosalega mörg aukaefni að hinum vesæla velsældarlíkama fallist hendur. Nauðsynleg endurhæfing felist í rándýrri innlögn á sérlegt heilsuhæli og meðferð með föstu og stólpípum. Slíkt vinni á offitu, hjartasjúkdómum, þunglyndi, ofnotkun lyfja, húðsjúkdómum og gigt svo fátt eitt sé nefnt. Þótt líkaminn hafi marga undursamlega hæfileika er ekkert kerfi fullkomið sé farið út fyrir ystu þolmörk. Sé fyllstu sanngirni gætt er hægt að gera kröfu um dálitla ábyrgð hvers og eins á eigin heilsu. Ég fullyrði að slíkt er alveg hægt að gera jafnt og þétt án þess að taka hlé frá raunverulega lífinu og leggjast í sjálfhverfa ristilskolun. Góð byrjun er til dæmis að hætta að éta plastpoka. Andvirði meðferðarinnar væri svo tilvalið að leggja inn á reikning ABC hjálparstarfs sem bjargar litlum börnum sem eiga í alvörunni bágt.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun