Fótbolti

Calderon íhugar að hætta

Calderon keypti Cannavaro til Real árið 2006
Calderon keypti Cannavaro til Real árið 2006 NordicPhotos/GettyImages

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hefur látið í veðri vaka að hann muni láta af störfum hjá félaginu þegar kjörtímabili hans líkur á næsta ári.

Calderon tók við forsetaembætti hjá Real árið 2006 og lét það verða sitt fyrsta verk að kaupa þá Emerson og Fabio Cannavaro frá Juventus.

"Þetta er eftirsóknarvert starf en ég á ekki von á því að vera í því fyrir lífstíð. Það er mjög erfitt að mæta í vinnuna á degi hverjum og hugsa um hvað þú munt lesa í blöðunum. Ég hef ekki sinnt lögmannsstörfum í tvö og hálft ár og notað mikinn tíma í starfið sem ég hefði átt að eyða í fjölskylduna," sagði Calderon í útvarpsviðtali í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×