Tónlist

Fleet Foxes á Hróarskeldu

Bandaríska hljómsveitin spilar á Hróarskelduhátíðinni í sumar.
Bandaríska hljómsveitin spilar á Hróarskelduhátíðinni í sumar.
Hljómsveitirnar Fleet Foxes og The Mars Volta hafa bæst í hóp þeirra hljómsveita sem spila á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Fleet Foxes frá Bandaríkjunum sló í gegn með samnefndri plötu sinni á síðasta ári sem var ofarlega á mörgum árslistum tónlistargagnrýnenda.

The Mars Volta var stofnuð upp úr rústum At The Drive In þegar hún lagði upp laupana. Átta manns skipa hljómsveitina og þykir hún sérlega kröftug á tónleikum. Fever Ray! frá Svíþjóð kemur einnig fram á hátíðinni. Sveitin er sólóverkefni Karin Anderson úr The Knife. Á meðal annarra sem spila á Hróarskeldu eru Coldplay, Oasis, Slayer, Madness og Hjaltalín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×