Viðskipti erlent

Tapaði 80 milljörðum kr. á dag

Bandaríski fjármálarisinn AIG skilaði heimsmeti í taprekstri á fjórða ársfjórðungi síðasta ár. AIG tapaði sem nemur tæpum 80 milljörðum kr. á hverjum degi ársfjórðungsins.

Í heildina nemur tap AIG hinni stjarnfræðilegu tölu 61,7 milljörðum dollara eða rúmlega 7.000 milljörðum kr. á ársfjórðungnum. Ekkert fyrirtæki í sögunni hefur skilað viðlíka tapi á einum ársfjórðung. Ástæða tapsins er fjármálakreppan og kostnaður við að endurreisa fjárhag félagsins.

Í morgun var tilkynnt um að AIG mun fá 30 milljarða dollara í viðbót frá bandarískum stjórnvöldum til að forðast gjaldþrot. Á síðasta ári nam aðstoð stjórnvalda við AIG samtals 150 milljörðum dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×