Tónlist

Útón fjallar um netið

Verður á meðal gesta í Norræna húsinu í kvöld.
Verður á meðal gesta í Norræna húsinu í kvöld.
Útón stendur fyrir fræðslukvöldi í Norræna húsinu í kvöld. Hjörtur Smárason, leiðsögumaður um frumskóga veraldarvefjarins, flytur erindi um hvernig hægt er að byggja upp sterkt orðspor á netinu og leitast við að svara spurningum um hvernig við getum haft áhrif á leitarvélar eins og Google og verndað nafn/vörumerki okkar.

Gestir kvöldsins verða Ólafur Arnalds, Sólrún Sumarliðadóttir úr Amiinu og óperusöngvarinn Kolbeinn J. Ketilsson. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir félagsmenn FTT, FÍH, FÍT, TÍ og FHF og 1.500 krónur fyrir aðra. Skráningar fara fram í síma 511 4000 eða greta@utflutningsrad.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×