Bannað á jólunum 1. desember 2009 13:26 Gullfallegur nýfallinn snjórinn nú á sunnudaginn og kakómorgunn með litlu fjölskyldunni kom mér í leiftrandi gott jólaskap. Ég kveikti á kertum og gróf upp uppáhaldsjólatónlistina mína: hátíðlega miðaldasálma og Christmas with Elvis. Augljóst framhald var að halda niður í bæ og horfa á Óslóartréð tendrað á Austurvelli. Í mannþrönginni heyrðist lítil rödd við hliðina á mér. „Pabbi, hvar er jólasveinninn?“ Faðir barnsins hélt greinilega að hæðnisleg fyndni væri það sem koma skal á jólunum og lýsti yfir með skrýtnu brosi: „Það kemur enginn jólasveinn elskan.“ Við tók tryllingslegur hlátur. Barnið sagði ekki neitt og leit skilningslítið á hann. Til frekari útskýringar hélt maðurinn áfram, „það er kreppa! Hahahahhahaha.“ Stúlkan leit á hann rannsakandi augum og spurði: „Nei en pabbiiiiiiiiii. Hvar eeeeeeeer hann?“ Faðirinn, sem hélt greinilega í eitt augnablik að hann væri Þorsteinn Guðmundsson með uppistand, leit stoltur í kringum sig og svaraði, „ætli hann sé ekki úti í löndum að borga fyrir okkur Icesave.“ Hó hó hó. Ég ætlaði að forða mér burt úr kulda og biturleika Austurvallar þegar önnur lítil stúlka kallaði. „Ég vil ekki sjá þessa jólasveina. Þetta er bara gervi. Mamma og pabbi segja að jólasveinar séu bara þjóðsaga.“ Ég dró börnin í burt frá þessu ofurraunsæi sem ætlaði að drepa jólin og vonaði að þau gætu haldið í vonina um vinalegan lítinn karl sem kæmi inn um gluggann með pakka í skóinn eftir tvær vikur. En það eru margir að reyna að stela jólunum þessa dagana. Blöð og tímarit eru uppfull af auglýsingum frá líkamsræktarstöðvum um að koma sér í form fyrir hátíðarnar. Heilsuspekúlantar segja okkur að það sé dauðasynd að fara að eyðileggja allt sem við höfum lagt á okkur í ræktinni undanfarið ár með jólaátkasti. Best er bara að fá sér smá smakk í jólaboðunum segja þeir með yfirlætislegum svip. Jólaútlitið í ár er að líta út eins og tálguð kanilstöng með sixpack. Í útvarpinu ómar hið árlega flóð af vondum jólalögum. Geðveikisleg strumpalög og hryllingurinn úr Pottþéttum jólum sker í eyrun. Já, þegar það kemur að jólum hef ég komið mér upp góðum vana. Útiloka umheiminn, kveikja á kerti og tónlist og finna aftur jólin sem Trölli stal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gullfallegur nýfallinn snjórinn nú á sunnudaginn og kakómorgunn með litlu fjölskyldunni kom mér í leiftrandi gott jólaskap. Ég kveikti á kertum og gróf upp uppáhaldsjólatónlistina mína: hátíðlega miðaldasálma og Christmas with Elvis. Augljóst framhald var að halda niður í bæ og horfa á Óslóartréð tendrað á Austurvelli. Í mannþrönginni heyrðist lítil rödd við hliðina á mér. „Pabbi, hvar er jólasveinninn?“ Faðir barnsins hélt greinilega að hæðnisleg fyndni væri það sem koma skal á jólunum og lýsti yfir með skrýtnu brosi: „Það kemur enginn jólasveinn elskan.“ Við tók tryllingslegur hlátur. Barnið sagði ekki neitt og leit skilningslítið á hann. Til frekari útskýringar hélt maðurinn áfram, „það er kreppa! Hahahahhahaha.“ Stúlkan leit á hann rannsakandi augum og spurði: „Nei en pabbiiiiiiiiii. Hvar eeeeeeeer hann?“ Faðirinn, sem hélt greinilega í eitt augnablik að hann væri Þorsteinn Guðmundsson með uppistand, leit stoltur í kringum sig og svaraði, „ætli hann sé ekki úti í löndum að borga fyrir okkur Icesave.“ Hó hó hó. Ég ætlaði að forða mér burt úr kulda og biturleika Austurvallar þegar önnur lítil stúlka kallaði. „Ég vil ekki sjá þessa jólasveina. Þetta er bara gervi. Mamma og pabbi segja að jólasveinar séu bara þjóðsaga.“ Ég dró börnin í burt frá þessu ofurraunsæi sem ætlaði að drepa jólin og vonaði að þau gætu haldið í vonina um vinalegan lítinn karl sem kæmi inn um gluggann með pakka í skóinn eftir tvær vikur. En það eru margir að reyna að stela jólunum þessa dagana. Blöð og tímarit eru uppfull af auglýsingum frá líkamsræktarstöðvum um að koma sér í form fyrir hátíðarnar. Heilsuspekúlantar segja okkur að það sé dauðasynd að fara að eyðileggja allt sem við höfum lagt á okkur í ræktinni undanfarið ár með jólaátkasti. Best er bara að fá sér smá smakk í jólaboðunum segja þeir með yfirlætislegum svip. Jólaútlitið í ár er að líta út eins og tálguð kanilstöng með sixpack. Í útvarpinu ómar hið árlega flóð af vondum jólalögum. Geðveikisleg strumpalög og hryllingurinn úr Pottþéttum jólum sker í eyrun. Já, þegar það kemur að jólum hef ég komið mér upp góðum vana. Útiloka umheiminn, kveikja á kerti og tónlist og finna aftur jólin sem Trölli stal.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun