Samkeppnishæf börn Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 6. apríl 2009 06:00 Á tímum sífelldra ótíðinda var notalegt að rekast fyrir stuttu á litla undirmálsfrétt um eftirlætishugðarefnið uppeldismál, sem þó var í þessu tilfelli svolítil heimsendaspá eins og allt hitt. Þar mátti sjá að þau lúsheppnu börn sem eiga dásamlega foreldra munu síðar verða líkleg fórnarlömb hroðalegrar tilvistarkreppu. Út af dekrinu altso. Það er samkvæmt þessu ekki svo að bara þeim börnum sem búa við ólán sé hættast við að verða takmörkunum uppeldisins að bráð, heldur líka hinum sem eiga sæluríka æsku. Litlu dekurgrísirnir sem við ölum upp í mjúkri bómull verði skráplausir eins og skjaldbökuegg og eigi sér varla viðreisnar von þegar út í hinn harða heim er komið. Fullorðin verði þau sjálfhverfar rolur sem guggna við minnsta snefil af gagnrýni. Við sem stóðum í þeirri meiningu að til að vinna Nóbelinn í foreldrahlutverkinu þyrfti að kvaka við þau viðstöðulaus aðdáunarkvæði um hæfileika þeirra, innri og ytri fegurð, gæsku og greind. Höfum pukrast með eigin bresti, vandað okkur við að hækka ekki róminn, leiðbeint með ástúð, beitt virkri hlustun 24/7, nært, hvatt, stutt, huggað og hughreyst baki brotnu. Allt svo þau yrðu stór og sterk og fengju óbilandi trú á sjálfum sér og mannkyninu. Höfum dulbúið brokkólí og gulrætur í fyndnum samlokuköllum sem tekur óratíma að föndra, lesið uppbyggilegar barnabókmenntir minnst daglega og laumað stafrófskennslu meðfram, slökkt á fréttunum og sungið í staðinn í bílnum til að efla tengslin. Umborið allskyns heimtufrekju og ofbeldi með óhagganlegri yfirvegun. Við vorum úti á túni. Ef nokkur leið á að vera að bæta fyrir klúðrið og koma krakkagrísunum til manns þarf nú að endurskoða uppeldisáætlun heimilisins. Hér eftir verður bara hrósað á laugardögum. Hina dagana sýnum við þeim reglulega hversu miklu flinkari við erum að teikna og reikna, hlæjum kvikindislega að mistökum og látum þau sjálf sjá um þvottinn sinn. Förum með þau í frostkaldan útiklefann í sundi. Á því sem áður var kallað kósíkvöld verður nú horft miskunnarlaust á Beitiskipið Potemkin og annan alþjóðlegan fróðleik en húslesturinn lagður undir fundargerðir búnaðarþings. Þau sem vilja eignast samkeppnishæf börn verða nefnilega að vera grimm til að vera góð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun
Á tímum sífelldra ótíðinda var notalegt að rekast fyrir stuttu á litla undirmálsfrétt um eftirlætishugðarefnið uppeldismál, sem þó var í þessu tilfelli svolítil heimsendaspá eins og allt hitt. Þar mátti sjá að þau lúsheppnu börn sem eiga dásamlega foreldra munu síðar verða líkleg fórnarlömb hroðalegrar tilvistarkreppu. Út af dekrinu altso. Það er samkvæmt þessu ekki svo að bara þeim börnum sem búa við ólán sé hættast við að verða takmörkunum uppeldisins að bráð, heldur líka hinum sem eiga sæluríka æsku. Litlu dekurgrísirnir sem við ölum upp í mjúkri bómull verði skráplausir eins og skjaldbökuegg og eigi sér varla viðreisnar von þegar út í hinn harða heim er komið. Fullorðin verði þau sjálfhverfar rolur sem guggna við minnsta snefil af gagnrýni. Við sem stóðum í þeirri meiningu að til að vinna Nóbelinn í foreldrahlutverkinu þyrfti að kvaka við þau viðstöðulaus aðdáunarkvæði um hæfileika þeirra, innri og ytri fegurð, gæsku og greind. Höfum pukrast með eigin bresti, vandað okkur við að hækka ekki róminn, leiðbeint með ástúð, beitt virkri hlustun 24/7, nært, hvatt, stutt, huggað og hughreyst baki brotnu. Allt svo þau yrðu stór og sterk og fengju óbilandi trú á sjálfum sér og mannkyninu. Höfum dulbúið brokkólí og gulrætur í fyndnum samlokuköllum sem tekur óratíma að föndra, lesið uppbyggilegar barnabókmenntir minnst daglega og laumað stafrófskennslu meðfram, slökkt á fréttunum og sungið í staðinn í bílnum til að efla tengslin. Umborið allskyns heimtufrekju og ofbeldi með óhagganlegri yfirvegun. Við vorum úti á túni. Ef nokkur leið á að vera að bæta fyrir klúðrið og koma krakkagrísunum til manns þarf nú að endurskoða uppeldisáætlun heimilisins. Hér eftir verður bara hrósað á laugardögum. Hina dagana sýnum við þeim reglulega hversu miklu flinkari við erum að teikna og reikna, hlæjum kvikindislega að mistökum og látum þau sjálf sjá um þvottinn sinn. Förum með þau í frostkaldan útiklefann í sundi. Á því sem áður var kallað kósíkvöld verður nú horft miskunnarlaust á Beitiskipið Potemkin og annan alþjóðlegan fróðleik en húslesturinn lagður undir fundargerðir búnaðarþings. Þau sem vilja eignast samkeppnishæf börn verða nefnilega að vera grimm til að vera góð.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun