Viðskipti erlent

Risasamvinna í loftinu yfir Atlantshafið

Tvö af stærstu flugfélögum heimsins, Air France og hið bandaríska Delta Air tilkynntu í dag um samvinnu sín í millum með flug fram og til baka yfir Atlantshafið.

Í tilkynningunni segir að félögun tvö muni sameinast um að reka flugleiðir sínar yfir Atlantshafið, samræma brottfarir og komutíma og deila með sér bæði tekjum og kostnaði.

Samvinnan nær yfir flugvelli frá Evrópu, Afríku, Miðausturlanda, Suður-Ameríku og Indlands til flugvalla í Norður-Ameríku.

Samkvæmt frétt frá fréttastofunni Direkt er talið að veltan úr þessari samvinnu muni nema um 12 milljörðum dollara á ári en sem stendur ráða félögum tvö yfir um fjórðungi af öllu flugi yfir Atlantshafið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×