Svínaflesk og ávaxtakökur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 30. nóvember 2009 06:00 Við sem tökum reglulega til í geymslunni okkar á hverjum áratug byrjum verkið venjulega á töluverðu kvíðakasti. Frá því síðast hafa bæst við furðumargir kassar með óþekktu innihaldi sem þarf að skoða vandlega og taka yfirvegaða afstöðu til. Við sjáum okkur áhyggjufull í anda potast í gegnum eldgamlar glósubækur úr eðlisfræðitímum í menntó, reynandi enn að telja okkur trú um að kannski geti þær komið í góðar þarfir. Engjast í valkvíða yfir því hvort óbærilega postulínið sem Dúdda frænka handmálaði og gaf af kærleika eigi að fara eða vera. Kvíðafull atrennan að geymslutiltektinni getur reyndar orðið býsna löng. En eins og margar verklegar framkvæmdir stendur hún þegar á hólminn er komið alls ekki undir væntingum. Þvert á móti reynist ekkert nema unaðslegt að lesa gömul sendibréf, raða fallega í hillurnar og burðast með löngu gleymt dótarí út í Sorpu. Koma færandi hendi til barnanna með leikföng sem þau hafa ekki séð óralengi og hafa loksins pláss fyrir hin sem eru orðin leiðinleg. Finna uppáhaldsbækurnar úr eigin æsku og vinda sér í að veita dætrunum aðgang að sömu ævintýraheimum og við sjálf nutum sem börn. Eftir að hafa skrúfað upp væntingarnar með mærðarlegum formála um það hversu spennandi höfundur Enid Blyton var, hóf ég lesturinn. Eftir fáeinar blaðsíður fóru að renna á mig tvær grímur. Fyrir utan forneskjulegt orðalag sem sífellt þurfti ritskoðunar við, gerðu söguhetjurnar fátt annað en að hakka í sig ávaxtakökur, súkkulaði og svínaflesk þar sem hver munnbiti var tiltekinn í smáatriðum. Þess utan fóru drengirnir í spennandi rannsóknarleiðangra á meðan telpurnar bjuggu um rúmin, allt undir styrkri stjórn hins keðjureykjandi Villa sem vissi ekkert betra en sífelldar útilegur með tólf ára börnum. Þegar frú Blyton hafði í snarhasti verið lögð til hinstu hvílu dró ég upp minningardjásnið sjálft: Hildu á Hóli. Hraðlas þó með nýsáðri tortryggni helstu atriði áður en hinn formlegi húslestur hófst á ný og komst að hrollvekjandi staðreyndum. Mín helsta æskuhetja reyndist eftir allt saman ekki endilega vera sá engill og fyrirmynd sem ég hafði tárast yfir, heldur ambátt á barnsaldri sem gekk munaðarleysingjum í móðurstað, tók möglunarlaust á sig annarra byrðar og kvartaði aldrei. Fórnfús fyrirmynd hverrar almennilegrar konu og geðveikt gott veganesti fyrir litlar stelpur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Við sem tökum reglulega til í geymslunni okkar á hverjum áratug byrjum verkið venjulega á töluverðu kvíðakasti. Frá því síðast hafa bæst við furðumargir kassar með óþekktu innihaldi sem þarf að skoða vandlega og taka yfirvegaða afstöðu til. Við sjáum okkur áhyggjufull í anda potast í gegnum eldgamlar glósubækur úr eðlisfræðitímum í menntó, reynandi enn að telja okkur trú um að kannski geti þær komið í góðar þarfir. Engjast í valkvíða yfir því hvort óbærilega postulínið sem Dúdda frænka handmálaði og gaf af kærleika eigi að fara eða vera. Kvíðafull atrennan að geymslutiltektinni getur reyndar orðið býsna löng. En eins og margar verklegar framkvæmdir stendur hún þegar á hólminn er komið alls ekki undir væntingum. Þvert á móti reynist ekkert nema unaðslegt að lesa gömul sendibréf, raða fallega í hillurnar og burðast með löngu gleymt dótarí út í Sorpu. Koma færandi hendi til barnanna með leikföng sem þau hafa ekki séð óralengi og hafa loksins pláss fyrir hin sem eru orðin leiðinleg. Finna uppáhaldsbækurnar úr eigin æsku og vinda sér í að veita dætrunum aðgang að sömu ævintýraheimum og við sjálf nutum sem börn. Eftir að hafa skrúfað upp væntingarnar með mærðarlegum formála um það hversu spennandi höfundur Enid Blyton var, hóf ég lesturinn. Eftir fáeinar blaðsíður fóru að renna á mig tvær grímur. Fyrir utan forneskjulegt orðalag sem sífellt þurfti ritskoðunar við, gerðu söguhetjurnar fátt annað en að hakka í sig ávaxtakökur, súkkulaði og svínaflesk þar sem hver munnbiti var tiltekinn í smáatriðum. Þess utan fóru drengirnir í spennandi rannsóknarleiðangra á meðan telpurnar bjuggu um rúmin, allt undir styrkri stjórn hins keðjureykjandi Villa sem vissi ekkert betra en sífelldar útilegur með tólf ára börnum. Þegar frú Blyton hafði í snarhasti verið lögð til hinstu hvílu dró ég upp minningardjásnið sjálft: Hildu á Hóli. Hraðlas þó með nýsáðri tortryggni helstu atriði áður en hinn formlegi húslestur hófst á ný og komst að hrollvekjandi staðreyndum. Mín helsta æskuhetja reyndist eftir allt saman ekki endilega vera sá engill og fyrirmynd sem ég hafði tárast yfir, heldur ambátt á barnsaldri sem gekk munaðarleysingjum í móðurstað, tók möglunarlaust á sig annarra byrðar og kvartaði aldrei. Fórnfús fyrirmynd hverrar almennilegrar konu og geðveikt gott veganesti fyrir litlar stelpur.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun