D-A-D nýtir Íslandsferðina vel 16. janúar 2009 04:30 Taka upp myndband. Gamla glysrokksveitin hyggst gera myndband á Íslandi ásamt að spila á styrktartónleikum á Nasa. Danska rokksveitin D-A-D hyggst ekki sitja auðum höndum og eyða sínum tíma í einhverju vitleysu þegar þeir koma hingað til lands og spila á á Nasa. Þeir ætla sér að taka upp myndband við nýtt lag sveitarinnar og það staðfestir Finni Jóhannsson hjá True North fyrirtækinu sem mun aðstoða dönsku rokkarana við myndbandsgerðina. D-A-D er einhver þekktasta rokkgrúppa Danmerkur þótt frægðarsól þeirra hafi nokkuð hnigið að undanförnu. Enda náði hún toppnum í kringum glysrokktímabilið með laginu I'm Sleeping my Day away. Ef nýjasta myndbandið verður eitthvað í líkingu við það vídeó gæti tökuliðið auðveldlega nýtt sér einhverjar af þeim hálfkláruðu glæsibyggingum sem nú standa auðar á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikar D-A-D eru liður í styrktarverkefninu Because we care en það felst meðal annars í því að safna peningum handa þeim Íslendingum í Danmörku sem urðu illa úti í efnhagshruninu. Sjóðurinn hefur þegar safnað átta milljónum og var þeim dreift til þeirra Íslendinga sem mest þurfa á þeim halda. Mikla athygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því að íslenskir ellílifeyrisþegar í Danmörku hefðu fengið jólastyrk frá sjóðnum og gátu þannig haldið gleðileg jól. Tónleikar D-A-D verða þann 24. janúar og eru sem fyrr segir á Nasa.-fgg Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Danska rokksveitin D-A-D hyggst ekki sitja auðum höndum og eyða sínum tíma í einhverju vitleysu þegar þeir koma hingað til lands og spila á á Nasa. Þeir ætla sér að taka upp myndband við nýtt lag sveitarinnar og það staðfestir Finni Jóhannsson hjá True North fyrirtækinu sem mun aðstoða dönsku rokkarana við myndbandsgerðina. D-A-D er einhver þekktasta rokkgrúppa Danmerkur þótt frægðarsól þeirra hafi nokkuð hnigið að undanförnu. Enda náði hún toppnum í kringum glysrokktímabilið með laginu I'm Sleeping my Day away. Ef nýjasta myndbandið verður eitthvað í líkingu við það vídeó gæti tökuliðið auðveldlega nýtt sér einhverjar af þeim hálfkláruðu glæsibyggingum sem nú standa auðar á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikar D-A-D eru liður í styrktarverkefninu Because we care en það felst meðal annars í því að safna peningum handa þeim Íslendingum í Danmörku sem urðu illa úti í efnhagshruninu. Sjóðurinn hefur þegar safnað átta milljónum og var þeim dreift til þeirra Íslendinga sem mest þurfa á þeim halda. Mikla athygli vakti þegar Fréttablaðið greindi frá því að íslenskir ellílifeyrisþegar í Danmörku hefðu fengið jólastyrk frá sjóðnum og gátu þannig haldið gleðileg jól. Tónleikar D-A-D verða þann 24. janúar og eru sem fyrr segir á Nasa.-fgg
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira