Misheppnað upphafshögg Murray sendi konu á spítala Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. apríl 2009 19:00 Murray kemst tæplega á PGA-mótaröðina á næstunni. Nordic Photos/Getty Images Gamanleikarinn Bill Murray átti líklega eitt versta upphafshögg golfsögunnar í dag. Murray, sem tekur þátt í móti þar sem atvinnumenn og frægt fólk spilar saman, hitti boltann svo illa í upphafshöggi sínu að hann fór af brautinni, yfir götu og inn í garð hjá saklausu fólki. Vildi ekki betur til en svo að boltinn fór beint í húsmóðirina á heimilinu sem var að fylgjast með mótinu úr garðinum sínum. Hún meiddist svo illa að það þurfti að flytja hana á spítala. „Ég sá ekki boltann almennilega og vissi ekki hvort hann var inn á braut eður ei. Svo kemur maður á bíl til mín og tjáir mér að ég hafi skotið í konu sem þess utan liggi óvíg eftir. Það er ekki skemmtileg reynsla og ætti að renna af flestum við slík tíðindi," sagði Murray sem fór og hitti konuna á spítalanum. „Hún var himinlifandi að hitta mig því hún sagðist hafa verið að reyna að sjá mig úr garðinum sínum. Maðurinn hennar var þess utan nýbúinn að óska þess að ég myndi slá boltanum í átt að þeim." Murray játaði síðar að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hitti áhorfanda við að spila gold. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Gamanleikarinn Bill Murray átti líklega eitt versta upphafshögg golfsögunnar í dag. Murray, sem tekur þátt í móti þar sem atvinnumenn og frægt fólk spilar saman, hitti boltann svo illa í upphafshöggi sínu að hann fór af brautinni, yfir götu og inn í garð hjá saklausu fólki. Vildi ekki betur til en svo að boltinn fór beint í húsmóðirina á heimilinu sem var að fylgjast með mótinu úr garðinum sínum. Hún meiddist svo illa að það þurfti að flytja hana á spítala. „Ég sá ekki boltann almennilega og vissi ekki hvort hann var inn á braut eður ei. Svo kemur maður á bíl til mín og tjáir mér að ég hafi skotið í konu sem þess utan liggi óvíg eftir. Það er ekki skemmtileg reynsla og ætti að renna af flestum við slík tíðindi," sagði Murray sem fór og hitti konuna á spítalanum. „Hún var himinlifandi að hitta mig því hún sagðist hafa verið að reyna að sjá mig úr garðinum sínum. Maðurinn hennar var þess utan nýbúinn að óska þess að ég myndi slá boltanum í átt að þeim." Murray játaði síðar að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hitti áhorfanda við að spila gold.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira