Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Þorvaldur Gylfason skrifar 30. apríl 2009 06:00 Efnahagsáætlun stjórnvalda með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins virðist vera í réttum farvegi, þótt miklir erfiðleikar steðji enn að mörgum heimilum og fyrirtækjum af völdum bankahrunsins. Þegar sendinefnd sjóðsins var hér um daginn í reglubundinni eftirlitsferð, sá hún ekki ástæðu til að endurskoða bjartsýnt stöðumat sitt frá í nóvember 2008. Eina umtalsverða frávikið enn sem komið er frá matinu þá er nokkru meiri aukning atvinnuleysis síðustu mánuði en sjóðurinn gerði ráð fyrir, en aukningin er þó í samræmi við mat Seðlabankans. Þegar endurmat á eignum gömlu bankanna verður kunngert, kemur í ljós, hvort bjartsýni sjóðsins stenzt nánari skoðun. Vonir standa til, að stöðumatið þurfi ekki að breytast á verri veg. Fari svo, verður efnahagslífið að mati sjóðsins aftur komið á fulla ferð 2011 og áfram, og gjaldeyrishöftin verða úr sögunni, enda áttu þau að vera tímabundin. Höftin mega ekki verða varanleg líkt og sumar aðrar bráðabirgðaráðstafanir stjórnvalda á fyrri tíð urðu smám saman samgrónar innlendum sérhagsmunum, svo sem búvöruinnflutningsbannið í kreppunni og verðtryggingin. Til að losna undan höftunum kemur helzt til greina annaðhvort að leyfa krónunni að falla til botns og taka þá áhættu, að krónan festist við botninn og verði lengi að losna líkt og getur gerzt í gjaldeyriskreppum, eða sækja án frekari tafar um inngöngu í Evrópusambandið og taka upp evruna eins fljótt og hægt er með fulltingi sambandsins. Ríkisstjórnin hefur hafnað fyrri kostinum, að leyfa krónunni að falla til botns, en hún á þó eftir að fallast á, að þeirri niðurstöðu fylgir í reyndinni ákvörðun um að ganga í ESB og taka upp evruna. Gjaldeyrishöft koma ekki til greina sem frambúðarskipan, enda samrýmast þau ekki til langframa veru Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu. Sumir líta svo á, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórni nú efnahagsmálum Íslands, en svo er þó ekki. Sjóðurinn er hér í boði ríkisstjórnarinnar, þar eð hún telur sig þurfa á ráðum hans og lánsfé að halda. Efnahagsáætlunin, sem unnið er eftir, er áætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans í sameiningu. Sjóðurinn gegnir tæknilegu, ópólitísku ráðgjafarhlutverki. Ef honum sýnist, að nýjar ráðstafanir stjórnvalda vinni gegn markmiðum áætlunar þeirra sjálfra (annað eins hefur gerzt á fyrri tíð), áskilur hann sér rétt til að draga sig í hlé og hætta lánveitingum. Lán sjóðsins til Íslands er óvenjulega stórt miðað við landsframleiðslu. Sjóðurinn tekur áhættu með lánveitingunni og þarf að fylgjast vel með framvindunni frá degi til dags. Aðstoð sjóðsins er liður í samstilltu átaki til að endurheimta tapað lánstraust Íslendinga í útlöndum. Þetta er þrautreynt fyrirkomulag marga áratugi aftur í tímann. Eins og sakir standa er aðkoma sjóðsins að efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans beinlínis forsenda þess, að Íslendingar eigi yfirhöfuð aðgang að erlendu lánsfé. Ekki hefur enn orðið vart við ágreining milli stjórnvalda og sjóðsins um hagstjórnina. Þvert á móti virðist vera einhugur um að vinna áfram í sameiningu að framgangi áætlunarinnar. Að vísu hefur ríkisstjórnin ekki enn kunngert, með hvaða ráðum hún hyggst ná endum saman í fjármálum ríkisins innan tilskilinna tímamarka, en þögnin um það mál er skiljanleg eins og sakir standa á vettvangi stjórnmálanna. Lundúnablaðið Financial Times skýrði fyrir skömmu frá trúnaðarskýrslu frá sjóðnum, þar sem lagt er að ESB að slaka á skilyrðum fyrir upptöku evrunnar í nokkrum ESB-löndum í Mið- og Austur-Evrópu. Vandi þessara landa er meðal annars sá, að erlend skuldabyrði þeirra getur þyngzt til muna líkt og hér heima, ef gengið fellur. Sjóðurinn verst fregna af skýrslunni. ESB lætur sjóðinn ekki segja sér fyrir verkum. En sjóðurinn áskilur sér samt rétt til að reyna í trúnaði að þoka ESB í einstökum málum á verksviði sjóðsins. Hagstjórn er öðrum þræði þrotlaust nudd. Sjóðurinn skiptir sér ekki af því, hvort einstök Evrópulönd, sem hann veitir ráð og lánar fé, ganga í ESB og taka upp evru eða ekki. Það er öðrum þræði pólitískt viðfangsefni, hversu brýn sem efnahagsleg nauðsyn aðildar og nýs gjaldmiðils kann að þykja í neyðarástandi. Sama máli gegnir um góða seðlabanka. Seðlabankar, sem eru sjálfstæðir að lögum innan stjórnkerfisins, taka ekki sem slíkir afstöðu til pólitískra álitamála svo sem upptöku nýs gjaldmiðils nema í neyð. Lýðkjörin stjórnvöld smíða reglurnar. Fjármálastofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og seðlabankar semja sig að þeim reglum, og hlusta. Hvorki sjóðurinn né sjálfstæðir seðlabankar mega þó láta aðra segja sér fyrir verkum á sínu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Efnahagsáætlun stjórnvalda með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins virðist vera í réttum farvegi, þótt miklir erfiðleikar steðji enn að mörgum heimilum og fyrirtækjum af völdum bankahrunsins. Þegar sendinefnd sjóðsins var hér um daginn í reglubundinni eftirlitsferð, sá hún ekki ástæðu til að endurskoða bjartsýnt stöðumat sitt frá í nóvember 2008. Eina umtalsverða frávikið enn sem komið er frá matinu þá er nokkru meiri aukning atvinnuleysis síðustu mánuði en sjóðurinn gerði ráð fyrir, en aukningin er þó í samræmi við mat Seðlabankans. Þegar endurmat á eignum gömlu bankanna verður kunngert, kemur í ljós, hvort bjartsýni sjóðsins stenzt nánari skoðun. Vonir standa til, að stöðumatið þurfi ekki að breytast á verri veg. Fari svo, verður efnahagslífið að mati sjóðsins aftur komið á fulla ferð 2011 og áfram, og gjaldeyrishöftin verða úr sögunni, enda áttu þau að vera tímabundin. Höftin mega ekki verða varanleg líkt og sumar aðrar bráðabirgðaráðstafanir stjórnvalda á fyrri tíð urðu smám saman samgrónar innlendum sérhagsmunum, svo sem búvöruinnflutningsbannið í kreppunni og verðtryggingin. Til að losna undan höftunum kemur helzt til greina annaðhvort að leyfa krónunni að falla til botns og taka þá áhættu, að krónan festist við botninn og verði lengi að losna líkt og getur gerzt í gjaldeyriskreppum, eða sækja án frekari tafar um inngöngu í Evrópusambandið og taka upp evruna eins fljótt og hægt er með fulltingi sambandsins. Ríkisstjórnin hefur hafnað fyrri kostinum, að leyfa krónunni að falla til botns, en hún á þó eftir að fallast á, að þeirri niðurstöðu fylgir í reyndinni ákvörðun um að ganga í ESB og taka upp evruna. Gjaldeyrishöft koma ekki til greina sem frambúðarskipan, enda samrýmast þau ekki til langframa veru Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu. Sumir líta svo á, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórni nú efnahagsmálum Íslands, en svo er þó ekki. Sjóðurinn er hér í boði ríkisstjórnarinnar, þar eð hún telur sig þurfa á ráðum hans og lánsfé að halda. Efnahagsáætlunin, sem unnið er eftir, er áætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans í sameiningu. Sjóðurinn gegnir tæknilegu, ópólitísku ráðgjafarhlutverki. Ef honum sýnist, að nýjar ráðstafanir stjórnvalda vinni gegn markmiðum áætlunar þeirra sjálfra (annað eins hefur gerzt á fyrri tíð), áskilur hann sér rétt til að draga sig í hlé og hætta lánveitingum. Lán sjóðsins til Íslands er óvenjulega stórt miðað við landsframleiðslu. Sjóðurinn tekur áhættu með lánveitingunni og þarf að fylgjast vel með framvindunni frá degi til dags. Aðstoð sjóðsins er liður í samstilltu átaki til að endurheimta tapað lánstraust Íslendinga í útlöndum. Þetta er þrautreynt fyrirkomulag marga áratugi aftur í tímann. Eins og sakir standa er aðkoma sjóðsins að efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans beinlínis forsenda þess, að Íslendingar eigi yfirhöfuð aðgang að erlendu lánsfé. Ekki hefur enn orðið vart við ágreining milli stjórnvalda og sjóðsins um hagstjórnina. Þvert á móti virðist vera einhugur um að vinna áfram í sameiningu að framgangi áætlunarinnar. Að vísu hefur ríkisstjórnin ekki enn kunngert, með hvaða ráðum hún hyggst ná endum saman í fjármálum ríkisins innan tilskilinna tímamarka, en þögnin um það mál er skiljanleg eins og sakir standa á vettvangi stjórnmálanna. Lundúnablaðið Financial Times skýrði fyrir skömmu frá trúnaðarskýrslu frá sjóðnum, þar sem lagt er að ESB að slaka á skilyrðum fyrir upptöku evrunnar í nokkrum ESB-löndum í Mið- og Austur-Evrópu. Vandi þessara landa er meðal annars sá, að erlend skuldabyrði þeirra getur þyngzt til muna líkt og hér heima, ef gengið fellur. Sjóðurinn verst fregna af skýrslunni. ESB lætur sjóðinn ekki segja sér fyrir verkum. En sjóðurinn áskilur sér samt rétt til að reyna í trúnaði að þoka ESB í einstökum málum á verksviði sjóðsins. Hagstjórn er öðrum þræði þrotlaust nudd. Sjóðurinn skiptir sér ekki af því, hvort einstök Evrópulönd, sem hann veitir ráð og lánar fé, ganga í ESB og taka upp evru eða ekki. Það er öðrum þræði pólitískt viðfangsefni, hversu brýn sem efnahagsleg nauðsyn aðildar og nýs gjaldmiðils kann að þykja í neyðarástandi. Sama máli gegnir um góða seðlabanka. Seðlabankar, sem eru sjálfstæðir að lögum innan stjórnkerfisins, taka ekki sem slíkir afstöðu til pólitískra álitamála svo sem upptöku nýs gjaldmiðils nema í neyð. Lýðkjörin stjórnvöld smíða reglurnar. Fjármálastofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og seðlabankar semja sig að þeim reglum, og hlusta. Hvorki sjóðurinn né sjálfstæðir seðlabankar mega þó láta aðra segja sér fyrir verkum á sínu sviði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun