Arnar sýnir í Start Art 5. mars 2009 06:00 Eitt verka Arnars á sýningunni í Start Art. Í dag verða nýjar sýningar opnaðar í galleríinu Start Art á Laugavegi. Þar eru á ferðinni Arnar Herbertsson í Forsal, Guðrún Öyahals á Loftinu, Björk Viggósdóttir í Austursal niðri og þær Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir í Austur- og Vestursal uppi. Mestum tíðindum sætir sýning á nýjum verkum Arnars Herbertssonar en hann hóf feril sinn á sjöunda áratugnum í skjóli SUM. Arnar fæddist á Siglufirði árið 1933 og stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík frá 1959-1967. Myndir Arnars hafa þróast til nokkuð sérstæðs myndheims. Í þeim er oft að finna sálrænan þankagang, þar sem myndir eru innan og utan við tíma og rúm og notkun tákna er ríkjandi. Súrrealískur myndheimur og andrúmsloft tímaleysis einkennir verk Arnars sem hefur haldið fáar einkasýningar á ferlinum en tekið þátt í þeim mun fleiri samsýningum hérlendis og erlendis. Aðalsteinn Ingólfsson skrifar inngang að sýningu Arnars og segir þar meðal annars: „Í heimi myndlistarlegrar ofgnóttar er sem betur fer enn hægt að finna verk sem eru svo sérstök - eða hreint og beint sérviskuleg - að þau koma manni fyrir sjónir eins og sendingar frá annarri plánetu. Í þeim flokki eru tvímælalaust verk Arnars Herbertssonar, sem illu heilli verður að teljast einn af huldumönnum íslenskrar nútímamyndlistar. Ekki svo að áhorfandinn velkist í vafa um meginþætti þessara verka, sjálfa tæknilegu hliðina eða grunneiningar þeirra. Hér er um að ræða nostursamlega málaðar olíumyndir á panel, þar sem myndmálið dregur dám af ýmsu því sem við könnumst við, til að mynda úr strangflatamálverki sjötta og sjöunda áratugarins og úr draumaveröld symbólista og súrrealista, kannski líka úr véltæknilegum fantasíum Eduardos Paolozzi. Nýting Arnars á þessari arfleifð - eða efniviði - er hins vegar fordæmalaus; minnir helst á aðferðir sundurgreinandi (analýtískra) kúbista. Í verkum hans sem byggjast upp á samspili eintóna flata eru allir möguleikar uppi á borðinu og nýttir til hins ítrasta: hefðbundin árétting tvívíðra flata, umritun flatanna í þrívídd, svif þeirra um ómælisvíddir eða skipan þeirra í óhagganleg mynstur sem minna um margt á mynsturmálverk áttunda áratugarins." pbb@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í dag verða nýjar sýningar opnaðar í galleríinu Start Art á Laugavegi. Þar eru á ferðinni Arnar Herbertsson í Forsal, Guðrún Öyahals á Loftinu, Björk Viggósdóttir í Austursal niðri og þær Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir í Austur- og Vestursal uppi. Mestum tíðindum sætir sýning á nýjum verkum Arnars Herbertssonar en hann hóf feril sinn á sjöunda áratugnum í skjóli SUM. Arnar fæddist á Siglufirði árið 1933 og stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík frá 1959-1967. Myndir Arnars hafa þróast til nokkuð sérstæðs myndheims. Í þeim er oft að finna sálrænan þankagang, þar sem myndir eru innan og utan við tíma og rúm og notkun tákna er ríkjandi. Súrrealískur myndheimur og andrúmsloft tímaleysis einkennir verk Arnars sem hefur haldið fáar einkasýningar á ferlinum en tekið þátt í þeim mun fleiri samsýningum hérlendis og erlendis. Aðalsteinn Ingólfsson skrifar inngang að sýningu Arnars og segir þar meðal annars: „Í heimi myndlistarlegrar ofgnóttar er sem betur fer enn hægt að finna verk sem eru svo sérstök - eða hreint og beint sérviskuleg - að þau koma manni fyrir sjónir eins og sendingar frá annarri plánetu. Í þeim flokki eru tvímælalaust verk Arnars Herbertssonar, sem illu heilli verður að teljast einn af huldumönnum íslenskrar nútímamyndlistar. Ekki svo að áhorfandinn velkist í vafa um meginþætti þessara verka, sjálfa tæknilegu hliðina eða grunneiningar þeirra. Hér er um að ræða nostursamlega málaðar olíumyndir á panel, þar sem myndmálið dregur dám af ýmsu því sem við könnumst við, til að mynda úr strangflatamálverki sjötta og sjöunda áratugarins og úr draumaveröld symbólista og súrrealista, kannski líka úr véltæknilegum fantasíum Eduardos Paolozzi. Nýting Arnars á þessari arfleifð - eða efniviði - er hins vegar fordæmalaus; minnir helst á aðferðir sundurgreinandi (analýtískra) kúbista. Í verkum hans sem byggjast upp á samspili eintóna flata eru allir möguleikar uppi á borðinu og nýttir til hins ítrasta: hefðbundin árétting tvívíðra flata, umritun flatanna í þrívídd, svif þeirra um ómælisvíddir eða skipan þeirra í óhagganleg mynstur sem minna um margt á mynsturmálverk áttunda áratugarins." pbb@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið