Enski boltinn

Berlusconi: Þarf líklega að selja Kaka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Silvio Berlusconi og Massimo Ambrosini, leikmaður AC Milan.
Silvio Berlusconi og Massimo Ambrosini, leikmaður AC Milan. Nordic Photos / AFP

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, hefur viðurkennt að hann þurfi líklega að selja Kaka til Manchester City.

„Ég þarf líklega að selja hann," sagði Berlusconi sem er einnig forsætisráðherra Ítalíu í samtali við dagblaðið La Stampa. „City hefur lagt fram virkilega hátt tilboð fyrir hann þar sem hann fær meira en fimmtán milljónir evra í árslaun eftir skatta."

„Ef ég sel hann ekki mun jafnvægið í liðinu hreinlega hverfa. Ég á það á hættu að missa hann án þess að fá neitt fyrir hann. Ég þarf að íhuga þetta með stuðningsmennina í huga og fá annan leikmann í staðinn. Við verðum að bíða og sjá," sagði Berlusconi.

Þó nokkur fjöldi stuðningsmanna Milan hefur safnast saman til að mótmæla sölu Kaka en þó virðist æ líklegra að Kaka verði seldur til Manchester City fyrir metfé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×