Fótbolti

Rauða spjaldið stendur hjá Keita

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Seydou Keita í leik með Barcelona.
Seydou Keita í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP

Seydou Keita verður ekki með Barcelona með Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni um helgina þar sem hann mun taka út leikbann í leiknum.

Keita fékk að líta rauða spjaldið í leik Börsunga og Espanyol um síðustu helgi. Margir héldu fram sakleysi hans og ákvað Barcelona að áfrýja spjaldinu en það var án árangurs.

Eiður Smári Guðjohnsen mun því eiga meiri möguleika á sæti í byrjunarliðinu en hann kom ekkert við sögu er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Lyon í Frakklandi í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×