Langþráð gúrka Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 27. janúar 2009 00:01 Skoði maður helstu fréttir fjölmiðla fyrir ári síðan er ekki laust við að djúpur söknuður grípi mann. Söknuðurinn felst samt ekki í þránni eftir horfnum lífsgæðum og frelsi undan horfnum lífsgæðum. Það sem mest eftirsjá er að, eru fréttir sem fólk nennir að lesa. Fréttir af fólki og fyrir fólk, frekar en endalaust hjakk í sama fari vegna stórfrétta, válegra tíðinda og annarra hörmunga. Fyrir réttu ári var forsíða Fréttablaðsins til að mynda fjarri því að líkjast forsíðum undanfarinna mánuða. Vissulega var sagt frá pólitískum glímutökum í borgarstjórn Reykjavíkur í smáfréttum, en þær stóru voru öllu meira spennandi. „Hækkar hratt í Kleifarvatni," var meðal þeirra upplífgandi fyrirsagna sem prýddu forsíðu þessa blaðs 27. janúar 2008. Þar voru landsmenn fullvissaðir um að ógnvænleg þróun vatnsyfirborðs þessarar þjóðargersemi væri að snúast við. Hjúkk. Stærðarmynd fékk virðingarsess á síðunni. Fyrir þá sem ekki muna hvernig forsíðumyndir litu út fyrir kreppu, þá skal hér tekið fram að hvorki Geir Haarde né Ingibjörg Sólrún sáust veikindaleg og áhyggjufull á myndinni. Þeirra í stað voru kappklæddir Ástralar, sem búsettir voru hér á landi, í grillveislu í Nauthólsvík. Krakkar með pylsur og djús eru talsvert skemmtilegra myndefni en þingflokkur Sjálfstæðismanna og Samfylkingafólks. Forsíðufréttin bar að vísu nokkurn kreppubrag, því hún tengist fjármálaráðuneytinu. Grunur lék á um að starfsmaður ráðuneytisins tengdist smygli á eiturlyfjum til landsins. Blaðamaður ræddi málið við Árna Mathiesen fjármálaráðherra, sem svaraði með setningu sem nú ætti að vera landsmönnum að góðu kunn sem mantra ráðherrans. „Ég veit eiginlega ekkert um þetta," sagði Árni. Þá var tekið fram að ekki hefði náðst í Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóra vegna málsins. Það er gömul saga og ný. Það er óskandi að bráðum renni upp bjartari tíð, þar sem fattleysi ráðherra snertir aðeins nánustu samstarfsmenn hans, en ekki þjóðina alla. Mikið væri gaman ef smærri fréttir yrðu aftur aðalfréttirnar, þó vissulega megi hrósa Sigurði Kára fyrir tilraun til þess, þegar hann reyndi að lauma bjórnum í matvörubúðir á fyrsta degi eftir jólafrí. Fyrir ári síðan hefði slíkt þótt stórfrétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun
Skoði maður helstu fréttir fjölmiðla fyrir ári síðan er ekki laust við að djúpur söknuður grípi mann. Söknuðurinn felst samt ekki í þránni eftir horfnum lífsgæðum og frelsi undan horfnum lífsgæðum. Það sem mest eftirsjá er að, eru fréttir sem fólk nennir að lesa. Fréttir af fólki og fyrir fólk, frekar en endalaust hjakk í sama fari vegna stórfrétta, válegra tíðinda og annarra hörmunga. Fyrir réttu ári var forsíða Fréttablaðsins til að mynda fjarri því að líkjast forsíðum undanfarinna mánuða. Vissulega var sagt frá pólitískum glímutökum í borgarstjórn Reykjavíkur í smáfréttum, en þær stóru voru öllu meira spennandi. „Hækkar hratt í Kleifarvatni," var meðal þeirra upplífgandi fyrirsagna sem prýddu forsíðu þessa blaðs 27. janúar 2008. Þar voru landsmenn fullvissaðir um að ógnvænleg þróun vatnsyfirborðs þessarar þjóðargersemi væri að snúast við. Hjúkk. Stærðarmynd fékk virðingarsess á síðunni. Fyrir þá sem ekki muna hvernig forsíðumyndir litu út fyrir kreppu, þá skal hér tekið fram að hvorki Geir Haarde né Ingibjörg Sólrún sáust veikindaleg og áhyggjufull á myndinni. Þeirra í stað voru kappklæddir Ástralar, sem búsettir voru hér á landi, í grillveislu í Nauthólsvík. Krakkar með pylsur og djús eru talsvert skemmtilegra myndefni en þingflokkur Sjálfstæðismanna og Samfylkingafólks. Forsíðufréttin bar að vísu nokkurn kreppubrag, því hún tengist fjármálaráðuneytinu. Grunur lék á um að starfsmaður ráðuneytisins tengdist smygli á eiturlyfjum til landsins. Blaðamaður ræddi málið við Árna Mathiesen fjármálaráðherra, sem svaraði með setningu sem nú ætti að vera landsmönnum að góðu kunn sem mantra ráðherrans. „Ég veit eiginlega ekkert um þetta," sagði Árni. Þá var tekið fram að ekki hefði náðst í Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóra vegna málsins. Það er gömul saga og ný. Það er óskandi að bráðum renni upp bjartari tíð, þar sem fattleysi ráðherra snertir aðeins nánustu samstarfsmenn hans, en ekki þjóðina alla. Mikið væri gaman ef smærri fréttir yrðu aftur aðalfréttirnar, þó vissulega megi hrósa Sigurði Kára fyrir tilraun til þess, þegar hann reyndi að lauma bjórnum í matvörubúðir á fyrsta degi eftir jólafrí. Fyrir ári síðan hefði slíkt þótt stórfrétt.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun