Burt með leiðindin Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 13. mars 2009 06:00 Það bregst ekki að einhvern tíma um mitt sumar sýnir Ríkissjónvarpið myndir frá nautahlaupinu í Pamplona í fréttatímanum. Nautahlaupið er einn af þessum viðburðum sem rata árlega í fréttirnar og alltaf verð ég jafn hissa á að heilt ár sé liðið frá því síðast. Það sama á við um fréttir af tómataslagnum í spænska bænum Bunol, kjötkveðjuhátíðinni í Ríó og krossfestingum filippeyskra píslarvotta á föstudaginn langa. Mér finnst þessir atburðir alltaf vera í fréttunum þó ég viti mætavel að frá þeim er aðeins sagt einu sinni á ári. Ég veit að það er of snemmt en síðan sól tók að hækka á lofti hef ég staðið mig að því að fínkemba síður dagblaðanna og hlusta einbeitt á hvern einasta útvarpsfréttatíma í þeirri von að heyra uppáhalds árvissu fréttina mína: Þá að lóan sé komin. Mér finnst eins og þessir Spánverjar séu alltaf að slást með tómötum en eftir langan og erfiðan vetur virðist óskaplega langt síðan lóan lét sjá sig síðast. Reyndar hef ég ekki fylgst sérstaklega vel með fréttum undanfarnar vikur og mánuði. Ég gafst einfaldlega upp í haust þegar ég sá fram á að sökkva í ævilangt þunglyndi ef ég horfði á svo mikið sem einn fréttatíma í viðbót. Fréttir um kreppu, gjaldþrot heimilanna, mistök stjórnmálamanna, niðurskurð og atvinnuleysi eru ekki upplífgandi í skammdeginu. Til að bæta gráu ofan á svart virðumst við ekki hafa áttað okkur á því hvað við kölluðum yfir okkur þegar við börðum í potta og hrærivélaskálar og kröfðumst kosninga. Kosningum fylgja prófkjör og prófkjörum fylgja grútleiðinlegar auglýsingar. Það er því ekki nóg með að blöðin séu full af fúlum kreppufréttum heldur hafa enn þá leiðinlegri framboðsauglýsingar troðið sér á milli þeirra svo mann langar mest að loka sig inni, negla fyrir bréfalúguna, rífa sjónvarpið úr sambandi og koma ekki út fyrr en vorar og kosningarnar, með öllu sínu þófi, eru yfirstaðnar og ný ríkisstjórn hefur skilað okkur inn í annað góðæri. En auðvitað geri ég það ekki. Þá myndi ég kannski missa af því þegar lóan syngur dirrindí í beinni útsendingu í fyrsta sinn eftir allt þetta rugl. Þá hlýtur eitthvað skárra að taka við því eins og segir í kvæðinu nær lóan ekki aðeins að kveða burt snjóinn heldur leiðindi líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Það bregst ekki að einhvern tíma um mitt sumar sýnir Ríkissjónvarpið myndir frá nautahlaupinu í Pamplona í fréttatímanum. Nautahlaupið er einn af þessum viðburðum sem rata árlega í fréttirnar og alltaf verð ég jafn hissa á að heilt ár sé liðið frá því síðast. Það sama á við um fréttir af tómataslagnum í spænska bænum Bunol, kjötkveðjuhátíðinni í Ríó og krossfestingum filippeyskra píslarvotta á föstudaginn langa. Mér finnst þessir atburðir alltaf vera í fréttunum þó ég viti mætavel að frá þeim er aðeins sagt einu sinni á ári. Ég veit að það er of snemmt en síðan sól tók að hækka á lofti hef ég staðið mig að því að fínkemba síður dagblaðanna og hlusta einbeitt á hvern einasta útvarpsfréttatíma í þeirri von að heyra uppáhalds árvissu fréttina mína: Þá að lóan sé komin. Mér finnst eins og þessir Spánverjar séu alltaf að slást með tómötum en eftir langan og erfiðan vetur virðist óskaplega langt síðan lóan lét sjá sig síðast. Reyndar hef ég ekki fylgst sérstaklega vel með fréttum undanfarnar vikur og mánuði. Ég gafst einfaldlega upp í haust þegar ég sá fram á að sökkva í ævilangt þunglyndi ef ég horfði á svo mikið sem einn fréttatíma í viðbót. Fréttir um kreppu, gjaldþrot heimilanna, mistök stjórnmálamanna, niðurskurð og atvinnuleysi eru ekki upplífgandi í skammdeginu. Til að bæta gráu ofan á svart virðumst við ekki hafa áttað okkur á því hvað við kölluðum yfir okkur þegar við börðum í potta og hrærivélaskálar og kröfðumst kosninga. Kosningum fylgja prófkjör og prófkjörum fylgja grútleiðinlegar auglýsingar. Það er því ekki nóg með að blöðin séu full af fúlum kreppufréttum heldur hafa enn þá leiðinlegri framboðsauglýsingar troðið sér á milli þeirra svo mann langar mest að loka sig inni, negla fyrir bréfalúguna, rífa sjónvarpið úr sambandi og koma ekki út fyrr en vorar og kosningarnar, með öllu sínu þófi, eru yfirstaðnar og ný ríkisstjórn hefur skilað okkur inn í annað góðæri. En auðvitað geri ég það ekki. Þá myndi ég kannski missa af því þegar lóan syngur dirrindí í beinni útsendingu í fyrsta sinn eftir allt þetta rugl. Þá hlýtur eitthvað skárra að taka við því eins og segir í kvæðinu nær lóan ekki aðeins að kveða burt snjóinn heldur leiðindi líka.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun