Bresk stjórnvöld kynna aðgerðaráætlun á vinnumarkaði 4. janúar 2009 12:01 Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Bresk stjórnvöld hyggjast nota 10 milljarða punda á þessu ári til að efla atvinnulífið í landinu. Þetta kom fram í máli Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi í Bretlandi undanfarna mánuði í kjölfar lánsfjárkreppunnar. Þrátt fyrir að bresk stjórnvöld hafi notað 37 milljarða punda á síðasta ári til að koma hreyfingu á þarlendan fjármálamarkað hafa bankar enn ekki aukið útlán. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði - í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær - mikilvægt að bankar lokuðu ekki frekar á útlán. Brown kynnti ennfremur þá áætlun breskra stjórnvalda að nota 10 milljarða punda á þessu ári, eða sem nemur um 1.700 milljörðum króna miðað við núverandi gengi - til að skapa eitt hundrað þúsund ný störf í landinu. Hann sagði þó að árið 2009 yrði erfitt í efnhagslegum skilningi. Vandi breskra stjórnvalda er mikill um þessar mundir. Í breska blaðinu The Times í gær kom fram að Alister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, neyðist nú til að íhuga nýjar aðgerðir til að koma þarlendum fjármálamörkuðum til bjargar. Reiknað er með að ákvörðun liggi fyrir á næstu vikum. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bresk stjórnvöld hyggjast nota 10 milljarða punda á þessu ári til að efla atvinnulífið í landinu. Þetta kom fram í máli Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi í Bretlandi undanfarna mánuði í kjölfar lánsfjárkreppunnar. Þrátt fyrir að bresk stjórnvöld hafi notað 37 milljarða punda á síðasta ári til að koma hreyfingu á þarlendan fjármálamarkað hafa bankar enn ekki aukið útlán. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði - í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær - mikilvægt að bankar lokuðu ekki frekar á útlán. Brown kynnti ennfremur þá áætlun breskra stjórnvalda að nota 10 milljarða punda á þessu ári, eða sem nemur um 1.700 milljörðum króna miðað við núverandi gengi - til að skapa eitt hundrað þúsund ný störf í landinu. Hann sagði þó að árið 2009 yrði erfitt í efnhagslegum skilningi. Vandi breskra stjórnvalda er mikill um þessar mundir. Í breska blaðinu The Times í gær kom fram að Alister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, neyðist nú til að íhuga nýjar aðgerðir til að koma þarlendum fjármálamörkuðum til bjargar. Reiknað er með að ákvörðun liggi fyrir á næstu vikum.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira