Bíó og sjónvarp

Slumdog Millionaire verðlaunuð

Nýjasta mynd Bretans Danny Boyle sló í gegn á gagnrýnendaverðlaununum í Los Angeles.
Nýjasta mynd Bretans Danny Boyle sló í gegn á gagnrýnendaverðlaununum í Los Angeles.
Kvikmyndin Slumdog Millionaire í leikstjórn Dannys Boyle hlaut fimm viðurkenningar á gagnrýnendaverðlaununum í Los Angeles, þar á meðal fyrir bestu myndina og besta leikstjórann.

Myndin er byggð á bók Vikas Swarup sem fjallar um indverskan ungling sem vinnur keppnina Viltu vinna milljarð? en er sakaður um svindl.

The Dark Knight vann tvenn verðlaun, eða fyrir bestu hasarmyndina auk þess sem Heath Ledger vann sem besti aukaleikari. „Ég ætla ekki að reyna að tala fyrir hans hönd. Rödd hans var einstök og frumleg," sagði leikstjórinn Christopher Nolan sem tók á móti verðlaununum.

Sean Penn var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Milk og Anne Hathaway og Meryl Streep voru jafnar í fyrsta sæti fyrir sín hlutverk í Rachel Getting Married og Doubt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×