Dönsku rokkararnir klikkuðu hvergi 27. janúar 2009 04:30 D-A-D. Sveitin var óborganlega fyndin og þrælþétt á tónleikum á Nasa um helgina. Fréttablaðið/Anton Dönsku rokkararnir í D-A-D voru trúir sjálfum sér og héldu kraftmikla og vel heppnaða tónleika á Nasa á laugardagskvöld síðasta. Einkum fór bassaleikarinn á kostum á sínum tveggja strengja bassa, ber að ofan uppi á hátalarastæðum og bassatrommu, í níðþröngum buxum með áletrunina „nasty“ á rassinum – sem hann var ekki að fela fyrir hljómleikagestum. Upp í hugann kom óhjákvæmilega „mockumentary“, myndin um Spinal Tap, og gestir voru vel með á nótunum. Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, hafði milligöngu um tónleikahaldið í samstarfi við dönsku samtökin Because We Care sem hefur það að markmiði að koma bágstöddum Íslendingum í Danmörku til hjálpar. Grímur er ánægður með hvernig til tókst. Fullt hús var og áhorfendur skemmtu sér hið besta. „Þeir koma hingað og fá enga peninga fyrir það. Í sjálfu sér skiptir söfnunin sem slík, hvað varðar tónleikana, ekki meginmáli í krónum og aurum talið,” segir Grímur og vísar til þess að íslenska krónan vegi ekki mikið úti í Danmörku. Hátt í fimm hundruð miðar seldust og reikningsdæmið lítur þannig út að eftir standa um 30 þúsund danskar. „Það sem skiptir máli í þessu sambandi er að TV2 fylgdi tónleikunum vel eftir og binda má vonir við að það leiði til þess að söfnun í Danmörku muni ganga enn betur,“ segir Grímur. Samtökin Because We Care hafa nú þegar safnað hátt í tíu milljónum íslenskra króna sem hafa runnið til íslenskra námsmanna og ellilífeyrisþega sem búsettir eru í Danmörku. D-A-D vinnur nú að myndbandi sem tekið er upp hér á landi og er kvikmyndafyrirtækið True North þeim innanhandar með það. Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Dönsku rokkararnir í D-A-D voru trúir sjálfum sér og héldu kraftmikla og vel heppnaða tónleika á Nasa á laugardagskvöld síðasta. Einkum fór bassaleikarinn á kostum á sínum tveggja strengja bassa, ber að ofan uppi á hátalarastæðum og bassatrommu, í níðþröngum buxum með áletrunina „nasty“ á rassinum – sem hann var ekki að fela fyrir hljómleikagestum. Upp í hugann kom óhjákvæmilega „mockumentary“, myndin um Spinal Tap, og gestir voru vel með á nótunum. Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, hafði milligöngu um tónleikahaldið í samstarfi við dönsku samtökin Because We Care sem hefur það að markmiði að koma bágstöddum Íslendingum í Danmörku til hjálpar. Grímur er ánægður með hvernig til tókst. Fullt hús var og áhorfendur skemmtu sér hið besta. „Þeir koma hingað og fá enga peninga fyrir það. Í sjálfu sér skiptir söfnunin sem slík, hvað varðar tónleikana, ekki meginmáli í krónum og aurum talið,” segir Grímur og vísar til þess að íslenska krónan vegi ekki mikið úti í Danmörku. Hátt í fimm hundruð miðar seldust og reikningsdæmið lítur þannig út að eftir standa um 30 þúsund danskar. „Það sem skiptir máli í þessu sambandi er að TV2 fylgdi tónleikunum vel eftir og binda má vonir við að það leiði til þess að söfnun í Danmörku muni ganga enn betur,“ segir Grímur. Samtökin Because We Care hafa nú þegar safnað hátt í tíu milljónum íslenskra króna sem hafa runnið til íslenskra námsmanna og ellilífeyrisþega sem búsettir eru í Danmörku. D-A-D vinnur nú að myndbandi sem tekið er upp hér á landi og er kvikmyndafyrirtækið True North þeim innanhandar með það.
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira