Óhæfuverk og siðrof á heimavelli Þorkell Sigurlaugsson skrifar 19. ágúst 2009 06:00 Á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, einkum á árunum 1990-2000 var eitt mesta hagsældarskeið í sögu þjóðarinnar. Gífurleg hagræðing varð í sjávarútvegi í kjölfar kvótakerfisins og tækniþróunar. Samgöngufyrirtæki landsmanna nutu trausts og stóðu yfirleitt fjárhagslega sterk. Enginn efaðist um styrk íslensku bankanna og þeir gátu átt viðskipti um allan heim. Tryggingafélög voru með öfluga bótasjóði og eignaraðilar að traustum fyrirtækjum. Íslenskur iðnaður stóð ágætlega og íslensk hátæknifyrirtæki vöktu athygli víða um heim. Við nutum alls staðar virðingar fyrir snerpu og áreiðanleika í viðskiptum og vorum í flokki þjóða með hæstu þjóðartekjur á mann. Hlutabréfamarkaðurinn var í vexti og almenningur hafði trú á hlutabréfum sem sparnaðarformi. Við vorum í góðum tengslum við nágrannaþjóðir okkar og á góðri leið með að vera fyrirmyndarsamfélag. Árið 2003-2004 komust til valda í íslensku atvinnulífi nýir (og gamlir) víkingar sem boðuðu uppbrot atvinnulífsins, skuldsetningu og útrás, þar sem engu var eyrt. Áhættusæknir stjórnendur voru ráðnir í stað þeirra sem boðuðu ráðdeild og rekstrarlega heilbrigð sjónarmið. Markmiðið var ná yfirráðum í stærstu fyrirtækjum landsins og stokka þau upp án tillits til afleiðinganna. „Drekkum í dag, iðrumst á morgun", gætu hafa verið kjörorðin. En hafa menn iðrast? Á aðeins fimm árum tókst nánast að koma íslensku þjóðinni í þrot. Eyðileggingin er skelfileg. Sölusamtök í sjávarútvegi lentu sum í miklum erfiðleikum. Sama gildir um stærsta flugfélag og skipafélag landsmanna. Nokkur tryggingafélög voru dregin með í útrásina með mikilli skuldsetningu. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki urðu fórnarlömb aukinna skulda. Í stað varfærinna sjónarmiða var fyrsta spurning þeirra sem öllu réðu: „Hvað er hægt að skuldsetja fyrirtækið mikið?". Að lokum fór bankakerfið sjálft í þrot og flest öll fyrirtæki í landinu eru nú í miklum erfiðleikum. Fyrir þá sem bera ábyrgð á þessum óhæfuverkum og siðrofi er mikilvægt að biðjast afsökunar til að geta búið hér á landi áfram í sæmilegri sátt. Auðvitað liggur ekki alltaf í augum uppi hverjir bera ábyrgð og verður hver og einn að gera það upp við sig. Það skiptir máli að þeir sem fóru of geyst axli ábyrgð svo stór hluti forsvarmanna í atvinnulífi og stjórnmálum séu ekki flokkaðir sem sakamenn. En lítið fer fyrir iðrun og enn kenna menn alheimskreppu og hryðjuverkalögum um ástandið. Það er mikið verk að ná aftur trausti erlendis, eins og nýleg könnun hefur sýnt, þótt hún beri vitanlega merki umfangsmikillar neikvæðrar umræðu sem stjórnvöld hafa lítið gert í að mæta. Nú þarf þjóðin „annað skip og annað föruneyti", eins og sagt er. Við þurfum nýja þjóðarskútu, eða þá einfaldlega draga þá gömlu á flot, sem getur komið okkur aftur í góð tengsl við umheiminn. Við þurfum öll að leggjast á árarnar í þeirri sjóferð! Róðurinn verður þungur, en enginn vafi leikur á að áfangastað verður náð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, einkum á árunum 1990-2000 var eitt mesta hagsældarskeið í sögu þjóðarinnar. Gífurleg hagræðing varð í sjávarútvegi í kjölfar kvótakerfisins og tækniþróunar. Samgöngufyrirtæki landsmanna nutu trausts og stóðu yfirleitt fjárhagslega sterk. Enginn efaðist um styrk íslensku bankanna og þeir gátu átt viðskipti um allan heim. Tryggingafélög voru með öfluga bótasjóði og eignaraðilar að traustum fyrirtækjum. Íslenskur iðnaður stóð ágætlega og íslensk hátæknifyrirtæki vöktu athygli víða um heim. Við nutum alls staðar virðingar fyrir snerpu og áreiðanleika í viðskiptum og vorum í flokki þjóða með hæstu þjóðartekjur á mann. Hlutabréfamarkaðurinn var í vexti og almenningur hafði trú á hlutabréfum sem sparnaðarformi. Við vorum í góðum tengslum við nágrannaþjóðir okkar og á góðri leið með að vera fyrirmyndarsamfélag. Árið 2003-2004 komust til valda í íslensku atvinnulífi nýir (og gamlir) víkingar sem boðuðu uppbrot atvinnulífsins, skuldsetningu og útrás, þar sem engu var eyrt. Áhættusæknir stjórnendur voru ráðnir í stað þeirra sem boðuðu ráðdeild og rekstrarlega heilbrigð sjónarmið. Markmiðið var ná yfirráðum í stærstu fyrirtækjum landsins og stokka þau upp án tillits til afleiðinganna. „Drekkum í dag, iðrumst á morgun", gætu hafa verið kjörorðin. En hafa menn iðrast? Á aðeins fimm árum tókst nánast að koma íslensku þjóðinni í þrot. Eyðileggingin er skelfileg. Sölusamtök í sjávarútvegi lentu sum í miklum erfiðleikum. Sama gildir um stærsta flugfélag og skipafélag landsmanna. Nokkur tryggingafélög voru dregin með í útrásina með mikilli skuldsetningu. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki urðu fórnarlömb aukinna skulda. Í stað varfærinna sjónarmiða var fyrsta spurning þeirra sem öllu réðu: „Hvað er hægt að skuldsetja fyrirtækið mikið?". Að lokum fór bankakerfið sjálft í þrot og flest öll fyrirtæki í landinu eru nú í miklum erfiðleikum. Fyrir þá sem bera ábyrgð á þessum óhæfuverkum og siðrofi er mikilvægt að biðjast afsökunar til að geta búið hér á landi áfram í sæmilegri sátt. Auðvitað liggur ekki alltaf í augum uppi hverjir bera ábyrgð og verður hver og einn að gera það upp við sig. Það skiptir máli að þeir sem fóru of geyst axli ábyrgð svo stór hluti forsvarmanna í atvinnulífi og stjórnmálum séu ekki flokkaðir sem sakamenn. En lítið fer fyrir iðrun og enn kenna menn alheimskreppu og hryðjuverkalögum um ástandið. Það er mikið verk að ná aftur trausti erlendis, eins og nýleg könnun hefur sýnt, þótt hún beri vitanlega merki umfangsmikillar neikvæðrar umræðu sem stjórnvöld hafa lítið gert í að mæta. Nú þarf þjóðin „annað skip og annað föruneyti", eins og sagt er. Við þurfum nýja þjóðarskútu, eða þá einfaldlega draga þá gömlu á flot, sem getur komið okkur aftur í góð tengsl við umheiminn. Við þurfum öll að leggjast á árarnar í þeirri sjóferð! Róðurinn verður þungur, en enginn vafi leikur á að áfangastað verður náð!
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun