D-A-D aðdáendur spenntir 10. janúar 2009 08:00 Tónleikarnir verða sendir beint út á Rás 2 og B.sig hitar upp. Bergur Geirsson bassaleikari bíður spenntur eftir komu dönsku rokkaranna í D-A-D. Hann minnist þess að hafa enn verið með sítt hár þegar hann féll fyrir hljómsveitinni. „Já, hin goðsagnakennda hljómsveit D-A-D kemur Íslendingum til bjargar!" segir Grímur Atlason sveitarstjóri. Hann gerir nú undantekningu á þeirri reglu sinni að vera hættur að standa fyrir tónleikum. Enda býður tilefnið sannarlega upp á það. Fréttablaðið hefur greint frá því að D-A-D, ein þekktasta hljómsveit Danmerkur, muni halda tónleika á Nasa laugardaginn 24. janúar og er það til styrktar nauðstöddum Íslendingum í Danmörku. Tónleikarnir tengjast samtökunum Because We Care - dönsk samtök en þeim rennur til rifja umkomuleysi Íslendinga sem njóta lítils stuðnings heiman frá vegna bankahruns og hinnar íslensku krónu sem skiptir orðið litlu máli utan landsteina. „Danski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Poul Krebs kynntist hremmingum íslenskra námsmanna í Árósum og hleypt var í kjölfarið af stað söfnun sem nú þegar hefur skilað sér í 8 milljóna króna framlögum til námsmanna og lífeyrisþega í vanda í Danmörku," segir Grímur. Hann vill koma því á framfæri að D-A-D komi að sjálfsögðu fram án greiðslu auk þess sem mörg fyrirtæki og einstaklingar styðji þetta framtak. „Vert er að taka sérstaklega fram rausnarlegt framlag Iceland Express en án þess framlags hefði ekki verið hægt að standa að þessum tónleikum." Það er B.sig sem hitar upp en tónleikarnir verða sendir út á Rás 2. Þekktasta lag D-A-D er líklega „I"m Sleeping My Day Away" en margir Íslendingar þekkja hljómsveitina ekki síst af því að engin hljómsveit hefur komið oftar fram á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu. Einn helsti aðdáandi sveitarinnar á Íslandi er bassaleikari Buffsins, Bergur Geirsson, sem aldrei hefur séð hljómsveitina „live" og hlakkar til. Bergur mætir og verður að auki þeim innan handar með tæki og tól. Bergur veit ekki almennilega hvað varð til þess að hann og félagar hans, þá táningar, fóru að hlusta á þessa dönsku rokkara. En það var áður en heimsfrægðin knúði dyra hjá D-A-D. „Þeir bjóða til dæmis upp á aulalega danska orðaleikjabrandara. Sjá enskuna öðru vísi en Bretarnir," segir Bergur. Honum vefst tunga um tönn aðspurður hvað einkenni dæmigerða D-A-D-aðdáendur. „Ætli það séu ekki menn sem einhvern tíma voru síðhærðir, hlustuðu á lagið "I wont cut my hair", fóru svo í klippingu eða hreinlega misstu hárið. Eins og ég. Ég reyndar fór í klippingu og missti svo hárið. Geri aðrir betur." jakob@frettabladid.is Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Bergur Geirsson bassaleikari bíður spenntur eftir komu dönsku rokkaranna í D-A-D. Hann minnist þess að hafa enn verið með sítt hár þegar hann féll fyrir hljómsveitinni. „Já, hin goðsagnakennda hljómsveit D-A-D kemur Íslendingum til bjargar!" segir Grímur Atlason sveitarstjóri. Hann gerir nú undantekningu á þeirri reglu sinni að vera hættur að standa fyrir tónleikum. Enda býður tilefnið sannarlega upp á það. Fréttablaðið hefur greint frá því að D-A-D, ein þekktasta hljómsveit Danmerkur, muni halda tónleika á Nasa laugardaginn 24. janúar og er það til styrktar nauðstöddum Íslendingum í Danmörku. Tónleikarnir tengjast samtökunum Because We Care - dönsk samtök en þeim rennur til rifja umkomuleysi Íslendinga sem njóta lítils stuðnings heiman frá vegna bankahruns og hinnar íslensku krónu sem skiptir orðið litlu máli utan landsteina. „Danski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Poul Krebs kynntist hremmingum íslenskra námsmanna í Árósum og hleypt var í kjölfarið af stað söfnun sem nú þegar hefur skilað sér í 8 milljóna króna framlögum til námsmanna og lífeyrisþega í vanda í Danmörku," segir Grímur. Hann vill koma því á framfæri að D-A-D komi að sjálfsögðu fram án greiðslu auk þess sem mörg fyrirtæki og einstaklingar styðji þetta framtak. „Vert er að taka sérstaklega fram rausnarlegt framlag Iceland Express en án þess framlags hefði ekki verið hægt að standa að þessum tónleikum." Það er B.sig sem hitar upp en tónleikarnir verða sendir út á Rás 2. Þekktasta lag D-A-D er líklega „I"m Sleeping My Day Away" en margir Íslendingar þekkja hljómsveitina ekki síst af því að engin hljómsveit hefur komið oftar fram á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu. Einn helsti aðdáandi sveitarinnar á Íslandi er bassaleikari Buffsins, Bergur Geirsson, sem aldrei hefur séð hljómsveitina „live" og hlakkar til. Bergur mætir og verður að auki þeim innan handar með tæki og tól. Bergur veit ekki almennilega hvað varð til þess að hann og félagar hans, þá táningar, fóru að hlusta á þessa dönsku rokkara. En það var áður en heimsfrægðin knúði dyra hjá D-A-D. „Þeir bjóða til dæmis upp á aulalega danska orðaleikjabrandara. Sjá enskuna öðru vísi en Bretarnir," segir Bergur. Honum vefst tunga um tönn aðspurður hvað einkenni dæmigerða D-A-D-aðdáendur. „Ætli það séu ekki menn sem einhvern tíma voru síðhærðir, hlustuðu á lagið "I wont cut my hair", fóru svo í klippingu eða hreinlega misstu hárið. Eins og ég. Ég reyndar fór í klippingu og missti svo hárið. Geri aðrir betur." jakob@frettabladid.is
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira