Mannréttindamál mega ekki týnast 30. maí 2009 06:00 Efnahagskreppan sem nú skekur heiminn allan setur víða mark sitt. Í ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International sem kynnt var í vikunni kemur fram að í efnahagsþrengingum eins og nú ríkja sé hætta á að mannréttindabrotum fjölgi. Á sama tíma sé mannréttindamálum nú skipað aftar á forgangslista og hljóti jafnvel minni athygli en áður vegna hinnar miklu athygli sem beinist að efnahagsmálum. Bent er á að kreppan snúist ekki bara um skort á matvælum, vinnu og húsnæði, svo dæmi séu tekin, heldur einnig um mismunun, ójafnræði, rasisma og kúgun um allan heim. Þetta kalla samtökin mannréttindakreppu. Endurreisn efnahagskerfisins er vissulega algert forgangsverkefni. Það er hins vegar einnig afar brýnt að þjóðir heims sameinist um að sú endurreisn taki ekki toll af áunnum mannréttindum. Hafa verður í huga að mannleg reisn er meðal grunnþarfa mannsins, rétt eins og það að hafa til hnífs og skeiðar. Í skýrslu Amnesty er bent á að leiðtogar heimsins hafi einblínt á aðgerðir til að örva efnahagslífið og á meðan sé ekki gefið átökum víða um heim gaum, átökum sem hafa ekki bara leitt til stórfelldra mannréttindabrota heldur kostað fjölda manns lífið. Dæmi um þetta eru hálfvolg viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stórfelldum mannréttindabrotum sem átt hafi sér stað, svo sem á Gasa, í Darfur í Súdan og á Srí Lanka. Bent er á að ef ein kreppa sé hunsuð og einblínt á aðra þá leiði það til þess að báðar kreppurnar geti magnast. Þannig sé ekki nóg að takast á við efnahagsástandið eitt og sér heldur verði mannréttindin stöðugt að fylgja með. Til að vekja athygli á þessu hyggjast samtökin Amnesty International ýta úr vör herferð undir heitinu „Krefjumst virðingar" og beinist sú herferð að mannréttindabrotum sem búa að baki fátækt og auka hana. Sjónum er fyrst beint að Bandaríkjunum og Kína. Bent er á að Bandaríkin viðurkenni ekki efnahafsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og að í Kína séu ekki viðurkennd borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Yfirskrift herferðar Amnesty International „Krefjumst virðingar", er einnig gagnleg við skoðun á ástandi og uppbyggingu hér heima fyrir. Óhætt er að segja að velferðarkerfið gegni lykilhlutverki. Í þeim efnahagsþrengingum sem nú standa yfir verður velferðarkerfið áfram að vera það jöfnunartæki sem því er ætlað að vera. Stór hópur á virðingu sína og reisn undir þessu kerfi eða eins og segir í inngangsorðum mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem samin var fyrir meira en sextíu árum: „Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda er eigi verða af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum." Þessi glíma hefur verið háð síðan og ljóst er að mannréttindabarátta verður áfram á dagskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Efnahagskreppan sem nú skekur heiminn allan setur víða mark sitt. Í ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International sem kynnt var í vikunni kemur fram að í efnahagsþrengingum eins og nú ríkja sé hætta á að mannréttindabrotum fjölgi. Á sama tíma sé mannréttindamálum nú skipað aftar á forgangslista og hljóti jafnvel minni athygli en áður vegna hinnar miklu athygli sem beinist að efnahagsmálum. Bent er á að kreppan snúist ekki bara um skort á matvælum, vinnu og húsnæði, svo dæmi séu tekin, heldur einnig um mismunun, ójafnræði, rasisma og kúgun um allan heim. Þetta kalla samtökin mannréttindakreppu. Endurreisn efnahagskerfisins er vissulega algert forgangsverkefni. Það er hins vegar einnig afar brýnt að þjóðir heims sameinist um að sú endurreisn taki ekki toll af áunnum mannréttindum. Hafa verður í huga að mannleg reisn er meðal grunnþarfa mannsins, rétt eins og það að hafa til hnífs og skeiðar. Í skýrslu Amnesty er bent á að leiðtogar heimsins hafi einblínt á aðgerðir til að örva efnahagslífið og á meðan sé ekki gefið átökum víða um heim gaum, átökum sem hafa ekki bara leitt til stórfelldra mannréttindabrota heldur kostað fjölda manns lífið. Dæmi um þetta eru hálfvolg viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stórfelldum mannréttindabrotum sem átt hafi sér stað, svo sem á Gasa, í Darfur í Súdan og á Srí Lanka. Bent er á að ef ein kreppa sé hunsuð og einblínt á aðra þá leiði það til þess að báðar kreppurnar geti magnast. Þannig sé ekki nóg að takast á við efnahagsástandið eitt og sér heldur verði mannréttindin stöðugt að fylgja með. Til að vekja athygli á þessu hyggjast samtökin Amnesty International ýta úr vör herferð undir heitinu „Krefjumst virðingar" og beinist sú herferð að mannréttindabrotum sem búa að baki fátækt og auka hana. Sjónum er fyrst beint að Bandaríkjunum og Kína. Bent er á að Bandaríkin viðurkenni ekki efnahafsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og að í Kína séu ekki viðurkennd borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Yfirskrift herferðar Amnesty International „Krefjumst virðingar", er einnig gagnleg við skoðun á ástandi og uppbyggingu hér heima fyrir. Óhætt er að segja að velferðarkerfið gegni lykilhlutverki. Í þeim efnahagsþrengingum sem nú standa yfir verður velferðarkerfið áfram að vera það jöfnunartæki sem því er ætlað að vera. Stór hópur á virðingu sína og reisn undir þessu kerfi eða eins og segir í inngangsorðum mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem samin var fyrir meira en sextíu árum: „Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda er eigi verða af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum." Þessi glíma hefur verið háð síðan og ljóst er að mannréttindabarátta verður áfram á dagskrá.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun