Fjölskyldan fer í hundana 4. maí 2009 00:01 Alveg frá því ég var barn hefur köttur verið á heimilinu. Sé kisi vel heppnað eintak er nærvera hans notaleg, þátttakan í heimilislífinu skemmtileg og ekki of uppáþrengjandi viðbót. Einkum hefur mér þó sýnst mikilvægi kattarins felast í því að á honum er hægt að fá útrás fyrir knýjandi þörf fyrir að dekra einhvern linnulaust, án þess að sitja að lokum uppi með harðsvíraða frekjudós. Á meðan er hægt að beita börnin og makann hóflegum og hollum aga, því bara forhert gæludýr hafa gott af of miklu eftirlæti. Eftir hörmulegt fráfall síðustu kisunnar á bænum, bálför, virðulega útför og langan sorgartíma var staða dekurdýrs auglýst laus til umsóknar. Kom þá flærð heimilisföðurins í ljós, því mánuðum áður – á meðan ég sjálf var enn með ekkasog yfir framliðna kettinum – hafði hann í leyni lagt drög að nýjum heimilismeðlim. Áður en við var litið var sá mættur á heimilið, mjög móttækilegur fyrir öllu uppsöfnuðu dekrinu. Ekki köttur í þetta sinnið heldur þvert á móti. Hundur hefur fáa eðliskosti sem köttur býr yfir og er þannig hvorki sjálfstæður né þóttafullur. Kemst hvorki einn út að pissa né hlaupa og elskar sjálfkrafa hvern þann sem ræður yfir lifrarpylsu. Fljótlega kom í ljós að þótt umræddur hundur hefði hlotið fyrirtaks þjálfun og brygðist snöfurlega við alls kyns skipunum var hann engin undantekning. Og mér sem þykir einmitt fátt skemmtilegra en að fóðra dýr og láta þau komast upp með hvað sem er, var gerð rækilega grein fyrir því að ólíkt góðum ketti gengi hundspott fljótt á lagið og tæki sér þá stöðu á heimilinu sem hann kæmist upp með. Ef ég léti eftir löngunum mínum til að dekra kvikindið myndi hann fljótt og vel endurraða sjálfum sér í stól stjórnarformanns heimilisins. Yrði sannkallaður frekjuhundur sem liti á okkur hin sem þegna sína og tæki að lokum yfir bæði sófann og hjónarúmið. Þetta þýðir í stuttu máli að í stað þess að hafa fengið í hendurnar kræsilegt fórnarlamb ofdekurs þarf ég nú stanslaust að halda aftur af mér. Hunsa djúpstæða þörf til að reiða fram fyrir hundinn ótakmarkaðan harðfisk og nautalundir með bernaise. Horfa svellköld í biðjandi brún augun og éta framan í hann án þess að blikna. Svo tárumst við bæði yfir óréttlæti heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Alveg frá því ég var barn hefur köttur verið á heimilinu. Sé kisi vel heppnað eintak er nærvera hans notaleg, þátttakan í heimilislífinu skemmtileg og ekki of uppáþrengjandi viðbót. Einkum hefur mér þó sýnst mikilvægi kattarins felast í því að á honum er hægt að fá útrás fyrir knýjandi þörf fyrir að dekra einhvern linnulaust, án þess að sitja að lokum uppi með harðsvíraða frekjudós. Á meðan er hægt að beita börnin og makann hóflegum og hollum aga, því bara forhert gæludýr hafa gott af of miklu eftirlæti. Eftir hörmulegt fráfall síðustu kisunnar á bænum, bálför, virðulega útför og langan sorgartíma var staða dekurdýrs auglýst laus til umsóknar. Kom þá flærð heimilisföðurins í ljós, því mánuðum áður – á meðan ég sjálf var enn með ekkasog yfir framliðna kettinum – hafði hann í leyni lagt drög að nýjum heimilismeðlim. Áður en við var litið var sá mættur á heimilið, mjög móttækilegur fyrir öllu uppsöfnuðu dekrinu. Ekki köttur í þetta sinnið heldur þvert á móti. Hundur hefur fáa eðliskosti sem köttur býr yfir og er þannig hvorki sjálfstæður né þóttafullur. Kemst hvorki einn út að pissa né hlaupa og elskar sjálfkrafa hvern þann sem ræður yfir lifrarpylsu. Fljótlega kom í ljós að þótt umræddur hundur hefði hlotið fyrirtaks þjálfun og brygðist snöfurlega við alls kyns skipunum var hann engin undantekning. Og mér sem þykir einmitt fátt skemmtilegra en að fóðra dýr og láta þau komast upp með hvað sem er, var gerð rækilega grein fyrir því að ólíkt góðum ketti gengi hundspott fljótt á lagið og tæki sér þá stöðu á heimilinu sem hann kæmist upp með. Ef ég léti eftir löngunum mínum til að dekra kvikindið myndi hann fljótt og vel endurraða sjálfum sér í stól stjórnarformanns heimilisins. Yrði sannkallaður frekjuhundur sem liti á okkur hin sem þegna sína og tæki að lokum yfir bæði sófann og hjónarúmið. Þetta þýðir í stuttu máli að í stað þess að hafa fengið í hendurnar kræsilegt fórnarlamb ofdekurs þarf ég nú stanslaust að halda aftur af mér. Hunsa djúpstæða þörf til að reiða fram fyrir hundinn ótakmarkaðan harðfisk og nautalundir með bernaise. Horfa svellköld í biðjandi brún augun og éta framan í hann án þess að blikna. Svo tárumst við bæði yfir óréttlæti heimsins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun