Sveppi gerir bíómynd 11. janúar 2009 09:00 Sverrir Þór hyggst gera fjölskyldumynd. Fréttablaðið/heiða Sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson leitar nú að heppilegum tökustöðum fyrir kvikmynd sem hann hyggst gera. Hún verður byggð á sjónvarpsþáttunum Algjör Sveppi sem hafa haldið smáfólkinu við skjáinn um helgar undanfarið ár og verður vonandi frumsýnd í bíóhúsum borgarinnar áður en langt um líður. „Þetta er rétt, við erum á leiðinni út á Reykjanes til að skoða tökuaðstæður úti á Velli," segir Sverrir. Handritið að myndinni er tilbúið en það segir frá leit Sveppa að vini sínum Villa sem er rænt af misindismönnum. Sverrir segir enda að þetta sé meira fjölskyldumynd en barnamynd. Hann reiknar með að tökur byrji sem fyrst og að þeim verði lokið fyrir árslok. „Þetta veltur auðvitað mikið á dagskránni hjá þeim sem verða með mér í myndinni," segir Sverrir en Villi naglbítur og Pétur Jóhann Sigfússon verða meðal aðalleikara. „Maður veit ekkert með Pétur, dagbókin hans er alveg þéttbókuð. Maður reynir bara að nýta alla frítíma sem gefast. Myndin verður bara tekin upp þegar allir eru í stuði." Yfir fjörutíu þættir hafa nú verið framleiddir af Algjörum Sveppa. Og Sverrir er ánægður með þær viðtökur sem hann hefur fengið. „Þetta er svona barnaefni á brúnni, við erum ekkert að reyna að siða börnin til heldur miklu frekar að reyna að virkja ímyndunaraflið." - fgg Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson leitar nú að heppilegum tökustöðum fyrir kvikmynd sem hann hyggst gera. Hún verður byggð á sjónvarpsþáttunum Algjör Sveppi sem hafa haldið smáfólkinu við skjáinn um helgar undanfarið ár og verður vonandi frumsýnd í bíóhúsum borgarinnar áður en langt um líður. „Þetta er rétt, við erum á leiðinni út á Reykjanes til að skoða tökuaðstæður úti á Velli," segir Sverrir. Handritið að myndinni er tilbúið en það segir frá leit Sveppa að vini sínum Villa sem er rænt af misindismönnum. Sverrir segir enda að þetta sé meira fjölskyldumynd en barnamynd. Hann reiknar með að tökur byrji sem fyrst og að þeim verði lokið fyrir árslok. „Þetta veltur auðvitað mikið á dagskránni hjá þeim sem verða með mér í myndinni," segir Sverrir en Villi naglbítur og Pétur Jóhann Sigfússon verða meðal aðalleikara. „Maður veit ekkert með Pétur, dagbókin hans er alveg þéttbókuð. Maður reynir bara að nýta alla frítíma sem gefast. Myndin verður bara tekin upp þegar allir eru í stuði." Yfir fjörutíu þættir hafa nú verið framleiddir af Algjörum Sveppa. Og Sverrir er ánægður með þær viðtökur sem hann hefur fengið. „Þetta er svona barnaefni á brúnni, við erum ekkert að reyna að siða börnin til heldur miklu frekar að reyna að virkja ímyndunaraflið." - fgg
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira