Góðir möguleikar á Grammy 7. febrúar 2009 05:00 Klarinettuleikarinn vonast til að sinfóníuhljómsveitin fái Grammy-verðlaunin annað kvöld. fréttablaðið/vilhelm Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár, bíða nú spenntir eftir afhendingu þeirra í Los Angeles annað kvöld. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu verður enginn fulltrúi hennar viðstaddur hátíðina en meðlimirnir láta það ekki á sig fá og ætla að fylgjast grannt með framvindu mála hér heima. Rúnar Óskarsson, klarinettuleikari og formaður starfsmannafélags hljómsveitarinnar, telur að hún eigi góðan möguleika á sigri. „Ef dómnefndin þarna úti hefur einhver fagleg sjónarmið í úrskurði sínum eigum við alveg jafna möguleika og hinir. Það er ekki hægt að afskrifa okkur," segir hann og telur að framkvæmdastjórinn Þröstur Ólafsson hafi verið helst til svartsýnn á sigur í grein Fréttablaðsins á miðvikudag. Rúnar segir að það yrði meiri háttar ef verðlaunin féllu í skaut sveitarinnar. „Það væri ótrúlegt fyrir hljómsveitina, ekki bara gagnvart okkur heldur líka til að sýna fram á að við erum alvöru hljómsveit. Þetta er þjóðarhljómsveit sem við eigum að vera stolt af." Hann bætir við að sinfóníuhljómsveitin hafi fengið byr í seglin að undanförnu því áhorfendafjöldinn hafi aukist mikið og stemningin sömuleiðis. „Áhorfendur standa upp og klappa oftar en þeir hafa gert. Okkur finnst vera meiri stemning, jafnvel líka út af þessum Grammy-verðlaunum." Vegna fjárskorts þurfti sinfóníu-hljómsveitin að hætta við fyrir-hugaða Japansferð sína eins og komið hefur fram. Af sömu ástæðum hefur Spánarferð, sem var plönuð í febrúar, einnig verið flautuð af. Til að bæta fyrir það verður árshátíð sveitarinnar hinn 28. febrúar haldin með sérstöku Spánarívafi. - fb Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár, bíða nú spenntir eftir afhendingu þeirra í Los Angeles annað kvöld. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu verður enginn fulltrúi hennar viðstaddur hátíðina en meðlimirnir láta það ekki á sig fá og ætla að fylgjast grannt með framvindu mála hér heima. Rúnar Óskarsson, klarinettuleikari og formaður starfsmannafélags hljómsveitarinnar, telur að hún eigi góðan möguleika á sigri. „Ef dómnefndin þarna úti hefur einhver fagleg sjónarmið í úrskurði sínum eigum við alveg jafna möguleika og hinir. Það er ekki hægt að afskrifa okkur," segir hann og telur að framkvæmdastjórinn Þröstur Ólafsson hafi verið helst til svartsýnn á sigur í grein Fréttablaðsins á miðvikudag. Rúnar segir að það yrði meiri háttar ef verðlaunin féllu í skaut sveitarinnar. „Það væri ótrúlegt fyrir hljómsveitina, ekki bara gagnvart okkur heldur líka til að sýna fram á að við erum alvöru hljómsveit. Þetta er þjóðarhljómsveit sem við eigum að vera stolt af." Hann bætir við að sinfóníuhljómsveitin hafi fengið byr í seglin að undanförnu því áhorfendafjöldinn hafi aukist mikið og stemningin sömuleiðis. „Áhorfendur standa upp og klappa oftar en þeir hafa gert. Okkur finnst vera meiri stemning, jafnvel líka út af þessum Grammy-verðlaunum." Vegna fjárskorts þurfti sinfóníu-hljómsveitin að hætta við fyrir-hugaða Japansferð sína eins og komið hefur fram. Af sömu ástæðum hefur Spánarferð, sem var plönuð í febrúar, einnig verið flautuð af. Til að bæta fyrir það verður árshátíð sveitarinnar hinn 28. febrúar haldin með sérstöku Spánarívafi. - fb
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið