Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun, fjórða daginn í röð, og stafar lækkunin af efasemdum fjárfesta um að ný björgunaráætlun Bandaríkjastjórnar nægi til að draga þarlent efnahagslíf á flot aftur.
Yfirlýsingar bandaríska fjármálaráðherrans Timothy Geithner um að hann þurfi lengri tíma til að úthugsa áætlunin í smáatriðum þykja ótraustvekjandi og áætlunin í heild þykir ekki líklegt til að bjarga bönkunum úr því feni sem þeir eru sokknir í.