Tónlist

Spila á leikvöngum

Bono og félagar í U2 ætla í umfangsmikla tónleikaferð um Bandaríkin.
Bono og félagar í U2 ætla í umfangsmikla tónleikaferð um Bandaríkin.
Hljómsveitin U2 hyggur á umfangsmikla tónleikaferð um Bandaríkin á þessu ári þar sem hún mun spila á íþróttaleikvöngum. Þetta verður í fyrsta sinn síðan í PopMart-tónleikaferðinni árið 1997 sem U2 fer í slíka ferð um Bandaríkin.

Ekki hefur verið tilkynnt hvenær tónleikaferðin hefst eða hvar verður spilað en stefnt er á að hafa miðaverðið óvenju lágt. Einnig er hugmyndin sú að áhorfendastæðin verði staðsett hringinn í kringum sviðið. „Þetta er verkfræðileg lausn sem skapar aukna nánd hljómsveitarinnar við áhorfendur," sagði Bono. Bætti hann við að sveitin vildi spila á íþróttaleikvöngum til að gefa nýjum aðdáendum sínum af ungu kynslóðinni tækifæri til að komast á U2-tónleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×