Fótbolti

Ancelotti: Við erum tilbúnir í að vinna Mourinho og Inter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, á æfingu með liðinu.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, á æfingu með liðinu. Mynd/AFP
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur hafið sálfræðistríðið snemma fyrir viðureignir Chelsea og ítalska liðsins Inter í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikirnir fara fram 24. febrúar og 16. mars.

„Við erum tilbúnir í að vinna Mourinho og Inter. Ég hefði óskað mér að lenda á móti öðru félagi og ég held að þetta hafi ekki verið góður dráttur fyrir neinn," sagði Carlo Ancelotti við Corriere Dello sport útvarpið.

Carlo Ancelotti telur að hann sé með lið í höndunum sem getur unnið Meistaradeildina alveg eins og hjá AC Milan.

„Liðið hefur allt til alls til þess að ná væntingum félagsins. Við höfum menn á réttum aldri og mikla samkeppni innan liðsins alveg eins og var hjá Milan," sagði Carlo Ancelotti sem vann Meistaradeildina með AC Milan árið 2003 og 2007.

Carlo Ancelotti sagði jafnframt að eftirmaður sinn hjá AC Milan, Leonardo, hafi staðið sig vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×