Bensínbruðl 6. júní 2009 00:01 Um síðustu helgi var ég gestgjafi nokkurra Norðurlandabúa sem hér voru í heimsókn. Þeir voru áhugasamir um hrunið og kreppuna og m.a. spurði Finninn mig um bensínverðið hér á landi. Ég sagði honum það og að nýleg hækkun þess hefði ekki gert lukku meðal landsmanna. Hann reiknaði þetta í huganum og tilkynnti mér svo að bensínið væri samt ódýrara hér en það hefur verið í Finnlandi árum saman. Um alllangt skeið hef ég forðast að vera á ferð um borgina á ákveðnum tímum sólarhringsins vegna umferðarteppunnar sem þá er viss passi. Síðast þegar ég tók þátt í henni taldi ég að gamni mínu farþegana í hinum bílunum. Tuttugasti hver bíll reyndist hafa fleiri um borð en bílstjórann einan. Þegar allir eru á ferð í einu og hver einstaklingur þarf 12 fermetra af stáli undir rassgatið á sér einum er auðvitað ekki von að vel fari. Ég efast um að nokkur maður myndi kæra sig um að búa í borg sem væri undirlögð af vegakerfi sem réði við slík ósköp. Í raun væri einfalt mál að minnka umferðarþungann á álagstímum um helming. Það þyrfti aðeins að skikka fólk til að taka einhvern með sér sem væri á sömu leið. Í sumum löndum er hvatt til þess að fólk taki sig saman um bílferðir með sérstökum akreinum fyrir bíla með farþegum. Hér á landi fer neyslustýring á hinn bóginn fram með sköttun og verðlagningu. Í síðustu viku heyrði ég útvarpsmann nokkurn býsnast ósköpin öll yfir því hvað það væri orðið dýrt að aka í vinnuna. Reyndar var honum svo misboðið að hann hvatti til þess að fólk færi niður á Austurvöll með sleifar og potta til að mótmæla því að það væri orðið skynsamlegra að taka strætó í vinnunna eða að nokkrir vinnufélagar væru samferða á morgnana en að rúnta þennan spöl einn á sínum prívatbíl. Það voru ekki hagsmunir atvinnubílstjóra sem honum voru svona hugleiknir, heldur fannst honum einfaldlega með öllu óverjandi að hinar óhjákvæmilegu efnahagsaðgerðir vegna óstjórnar undanfarinna ára skyldu miða að því að draga úr svifryks- og koltvísýringsmengun í borginni, jafnframt því að stemma stigu við hinu hömlulausa bensínbruðli sem Íslendingar hafa tamið sér, með því að gera verðlagningu á eldsneyti hér á landi sambærilegri því sem tíðkast meðal siðaðra þjóða. Ég er ósammála honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Um síðustu helgi var ég gestgjafi nokkurra Norðurlandabúa sem hér voru í heimsókn. Þeir voru áhugasamir um hrunið og kreppuna og m.a. spurði Finninn mig um bensínverðið hér á landi. Ég sagði honum það og að nýleg hækkun þess hefði ekki gert lukku meðal landsmanna. Hann reiknaði þetta í huganum og tilkynnti mér svo að bensínið væri samt ódýrara hér en það hefur verið í Finnlandi árum saman. Um alllangt skeið hef ég forðast að vera á ferð um borgina á ákveðnum tímum sólarhringsins vegna umferðarteppunnar sem þá er viss passi. Síðast þegar ég tók þátt í henni taldi ég að gamni mínu farþegana í hinum bílunum. Tuttugasti hver bíll reyndist hafa fleiri um borð en bílstjórann einan. Þegar allir eru á ferð í einu og hver einstaklingur þarf 12 fermetra af stáli undir rassgatið á sér einum er auðvitað ekki von að vel fari. Ég efast um að nokkur maður myndi kæra sig um að búa í borg sem væri undirlögð af vegakerfi sem réði við slík ósköp. Í raun væri einfalt mál að minnka umferðarþungann á álagstímum um helming. Það þyrfti aðeins að skikka fólk til að taka einhvern með sér sem væri á sömu leið. Í sumum löndum er hvatt til þess að fólk taki sig saman um bílferðir með sérstökum akreinum fyrir bíla með farþegum. Hér á landi fer neyslustýring á hinn bóginn fram með sköttun og verðlagningu. Í síðustu viku heyrði ég útvarpsmann nokkurn býsnast ósköpin öll yfir því hvað það væri orðið dýrt að aka í vinnuna. Reyndar var honum svo misboðið að hann hvatti til þess að fólk færi niður á Austurvöll með sleifar og potta til að mótmæla því að það væri orðið skynsamlegra að taka strætó í vinnunna eða að nokkrir vinnufélagar væru samferða á morgnana en að rúnta þennan spöl einn á sínum prívatbíl. Það voru ekki hagsmunir atvinnubílstjóra sem honum voru svona hugleiknir, heldur fannst honum einfaldlega með öllu óverjandi að hinar óhjákvæmilegu efnahagsaðgerðir vegna óstjórnar undanfarinna ára skyldu miða að því að draga úr svifryks- og koltvísýringsmengun í borginni, jafnframt því að stemma stigu við hinu hömlulausa bensínbruðli sem Íslendingar hafa tamið sér, með því að gera verðlagningu á eldsneyti hér á landi sambærilegri því sem tíðkast meðal siðaðra þjóða. Ég er ósammála honum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun