Umfjöllun: Sannfærandi MR-sigur í Bláa sal Skólalíf skrifar 3. október 2009 16:25 Ólafur Hrafn, frummælandi MR-inga. Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Verzlunarskólann á hinum árlega kappdegi skólanna í gær. Verzlingar voru einu stigi yfir MR-ingum eftir keppni í ýmsum greinum í Hljómskálagarðinum yfir daginn. MR-ingum tókst hins vegar að snúa gæfunni sér í hag og unnu sannfærandi sigur í ræðukeppni um kvöldið. Þar með unnu MR-ingar MR-VÍ daginn 2009. Ræðukeppnin fór fram í troðfollum Bláa sal Verzlunarskólans. Stemningin meðal stuðningsmanna ræðuliðanna var rafmögnuð, enda ætlaði allt um koll að keyra þegar liðin gengu inn í salinn. Umræðuefnið var Ísland verður betra eftir kreppuna og mæltu MR-ingar á móti fullyrðingunni en Verzlingar með. MR-ingar hófu málflutning sinn strax í sókn og náðu að króa Verzlinga af í fyrri umferð keppninnar. Þeir héldu því fram að Verzlingar hefðu sett fram fullyrðingu sem þeir gætu með engu móti fært sönnur á. „Það er ykkar að sanna, okkar að efast,“ var viðkvæðið í ræðum MR-inga. Þessum punkti, ásamt öðrum veigamiklum rökum MR-inga, áttu Verzlingar erfitt með að svara framan af, auk þess sem öryggi í flutningi virtist meira hjá ræðumönnum MR-inga til að byrja með. Í seinni umferð var hins vegar meira jafnræði með liðunum og Verzlingar komu allt aðrir til leiks. Þeir keyrðu á bjartsýni og von gagnvart framtíðinni, og höfðu þá öflugu ásökun á MR-inga að þeir væru búnir að gefast upp, meðan Verzlingar vildu áfram berjast fyrir betra Íslandi. Þegar upp var staðið dugði það hins vegar ekki til, MR-ingar höfðu valdið málstað Verzlinga of miklum skaða í fyrri umferðinni og náðu áfram góðum stíganda í seinni umferðinni. Svo fór að oddadómarinn Jónas Margeir Ingólfsson tilkynnti um 40 stiga sigur MR, sem tæpast kom neinum á óvart. Athygli vekur að ræðumaður kvöldsins kom úr tapliði Verzlinga, en það var Eva Fanney Ólafsdóttir, frummælandi Verzlunarskólans, sem hlaut þann titil. Samkvæmt heimildum Skólalífs er þetta í fyrsta sinn í sögu VÍ-MR dagsins sem stúlka er valin besti ræðumaðurinn, auk þess sem það er sjaldgæft að frummælendur hreppi hnossið. Var Eva afar vel að titlinum komin og skilaði pottþéttri framistöðu í báðum umferðum. Myndir frá kappdeginum eru væntanlegar hingað inn á Skólalíf - fylgist vel með. Menntaskólar Tengdar fréttir Umfjöllun: VÍ-MR, rótgróin rimma Í dag, 2. október, verður VÍ-MR dagurinn haldinn hátíðlegur. Skólarnir keppast sín á milli í hinum ýmsu greinum og enda herlegheitin með ræðukeppni um kvöldið. Dagskrá hefst í Hljómskálagarðinum kl 15.00 og ræðukeppnin hefst kl. 20.00 í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands. 1. október 2009 22:28 MR vann Versló enn og aftur! Menntaskólinn í Reykjavík bar sigurorð af Verzlunarskóla Íslands í hinni árlegu keppni MR-ví. Um daginn voru haldnar nokkrar keppnir eins og kappát, boðhlaup, reipitog, öskurkeppni og fleira. Þar leiddu Verslingar með einu stigi en það var ekkert sem stöðvaði MR-inga um kvöldið. 3. október 2009 14:03 Keppt um kreppuna á kappdegi MR og Verzló Ræðulið Verzló og MR koma til með að keppa um umræðuefnið „Ísland verður betra eftir kreppuna“ á hinum árlega kappdegi skólanna á föstudag. Verzlingar koma til með að mæla með fullyrðingunni, en MR-ingar á móti. Samningar um viðfangsefnið tókust með liðunum aðfaranótt laugardags, en þá höfðu viðræður staðið yfir þeirra á milli síðan seinni part föstudags. 29. september 2009 03:52 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Verzlunarskólann á hinum árlega kappdegi skólanna í gær. Verzlingar voru einu stigi yfir MR-ingum eftir keppni í ýmsum greinum í Hljómskálagarðinum yfir daginn. MR-ingum tókst hins vegar að snúa gæfunni sér í hag og unnu sannfærandi sigur í ræðukeppni um kvöldið. Þar með unnu MR-ingar MR-VÍ daginn 2009. Ræðukeppnin fór fram í troðfollum Bláa sal Verzlunarskólans. Stemningin meðal stuðningsmanna ræðuliðanna var rafmögnuð, enda ætlaði allt um koll að keyra þegar liðin gengu inn í salinn. Umræðuefnið var Ísland verður betra eftir kreppuna og mæltu MR-ingar á móti fullyrðingunni en Verzlingar með. MR-ingar hófu málflutning sinn strax í sókn og náðu að króa Verzlinga af í fyrri umferð keppninnar. Þeir héldu því fram að Verzlingar hefðu sett fram fullyrðingu sem þeir gætu með engu móti fært sönnur á. „Það er ykkar að sanna, okkar að efast,“ var viðkvæðið í ræðum MR-inga. Þessum punkti, ásamt öðrum veigamiklum rökum MR-inga, áttu Verzlingar erfitt með að svara framan af, auk þess sem öryggi í flutningi virtist meira hjá ræðumönnum MR-inga til að byrja með. Í seinni umferð var hins vegar meira jafnræði með liðunum og Verzlingar komu allt aðrir til leiks. Þeir keyrðu á bjartsýni og von gagnvart framtíðinni, og höfðu þá öflugu ásökun á MR-inga að þeir væru búnir að gefast upp, meðan Verzlingar vildu áfram berjast fyrir betra Íslandi. Þegar upp var staðið dugði það hins vegar ekki til, MR-ingar höfðu valdið málstað Verzlinga of miklum skaða í fyrri umferðinni og náðu áfram góðum stíganda í seinni umferðinni. Svo fór að oddadómarinn Jónas Margeir Ingólfsson tilkynnti um 40 stiga sigur MR, sem tæpast kom neinum á óvart. Athygli vekur að ræðumaður kvöldsins kom úr tapliði Verzlinga, en það var Eva Fanney Ólafsdóttir, frummælandi Verzlunarskólans, sem hlaut þann titil. Samkvæmt heimildum Skólalífs er þetta í fyrsta sinn í sögu VÍ-MR dagsins sem stúlka er valin besti ræðumaðurinn, auk þess sem það er sjaldgæft að frummælendur hreppi hnossið. Var Eva afar vel að titlinum komin og skilaði pottþéttri framistöðu í báðum umferðum. Myndir frá kappdeginum eru væntanlegar hingað inn á Skólalíf - fylgist vel með.
Menntaskólar Tengdar fréttir Umfjöllun: VÍ-MR, rótgróin rimma Í dag, 2. október, verður VÍ-MR dagurinn haldinn hátíðlegur. Skólarnir keppast sín á milli í hinum ýmsu greinum og enda herlegheitin með ræðukeppni um kvöldið. Dagskrá hefst í Hljómskálagarðinum kl 15.00 og ræðukeppnin hefst kl. 20.00 í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands. 1. október 2009 22:28 MR vann Versló enn og aftur! Menntaskólinn í Reykjavík bar sigurorð af Verzlunarskóla Íslands í hinni árlegu keppni MR-ví. Um daginn voru haldnar nokkrar keppnir eins og kappát, boðhlaup, reipitog, öskurkeppni og fleira. Þar leiddu Verslingar með einu stigi en það var ekkert sem stöðvaði MR-inga um kvöldið. 3. október 2009 14:03 Keppt um kreppuna á kappdegi MR og Verzló Ræðulið Verzló og MR koma til með að keppa um umræðuefnið „Ísland verður betra eftir kreppuna“ á hinum árlega kappdegi skólanna á föstudag. Verzlingar koma til með að mæla með fullyrðingunni, en MR-ingar á móti. Samningar um viðfangsefnið tókust með liðunum aðfaranótt laugardags, en þá höfðu viðræður staðið yfir þeirra á milli síðan seinni part föstudags. 29. september 2009 03:52 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Umfjöllun: VÍ-MR, rótgróin rimma Í dag, 2. október, verður VÍ-MR dagurinn haldinn hátíðlegur. Skólarnir keppast sín á milli í hinum ýmsu greinum og enda herlegheitin með ræðukeppni um kvöldið. Dagskrá hefst í Hljómskálagarðinum kl 15.00 og ræðukeppnin hefst kl. 20.00 í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands. 1. október 2009 22:28
MR vann Versló enn og aftur! Menntaskólinn í Reykjavík bar sigurorð af Verzlunarskóla Íslands í hinni árlegu keppni MR-ví. Um daginn voru haldnar nokkrar keppnir eins og kappát, boðhlaup, reipitog, öskurkeppni og fleira. Þar leiddu Verslingar með einu stigi en það var ekkert sem stöðvaði MR-inga um kvöldið. 3. október 2009 14:03
Keppt um kreppuna á kappdegi MR og Verzló Ræðulið Verzló og MR koma til með að keppa um umræðuefnið „Ísland verður betra eftir kreppuna“ á hinum árlega kappdegi skólanna á föstudag. Verzlingar koma til með að mæla með fullyrðingunni, en MR-ingar á móti. Samningar um viðfangsefnið tókust með liðunum aðfaranótt laugardags, en þá höfðu viðræður staðið yfir þeirra á milli síðan seinni part föstudags. 29. september 2009 03:52