Gítarleikari The Stooges látinn 7. janúar 2009 08:00 The Stooges árið 2006 Í gær bárust þær sorgarfréttir að gítarleikarinn Ronald „Ron" Asheton væri látinn. Lögreglan fann hann látinn á heimili hans í Ann Arbor í Michigan-ríki Bandaríkjanna eftir tilkynningu um að ekkert hefði til hans spurst dögum saman. Hann mun hafa verið látinn í nokkra daga en krufning mun leiða í ljós dánarorsökina. Ron var sextugur. Ron er frægastur fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni The Stooges, sem hann stofnaði með bróður sínum Scott og Iggy Pop í Ann Arbor árið 1967. Þetta voru utanveltu náungar sem spiluðu hrátt rokk í algjörri mótsögn við ríkjandi „melló" sýru- og hipparokk. Bandið gerði þrjár sígildar plötur fyrir Elektra-útgáfuna sem urðu nokkrum árum síðar mikilvægasti leiðarvísirinn fyrir pönkið. Einfaldur en eitursnjall gítarleikur Rons á því stóran hlut í fæðingu pönksins. Hann var kjörinn 29. besti gítarleikari rokksins í kosningu tímaritsins Rolling Stone. Eftir að Ron hætti í The Stooges skömmu upp úr 1970 lék hann með Destroy All Monsters og fleiri lítt þekktum böndum auk þess að taka upp fyrir ung bönd. Hann og Scott bróðir hans unnu aftur með Iggy á sólóplötu hans Skull Ring árið 2003. Það var neistinn sem kveikti í endurkomu The Stooges og skilaði sér í plötunni The Weirdness. Ron kom til Íslands í maí árið 2006 þegar The Stooges spiluðu á eftirminnilegum tónleikum í Hafnarhúsinu. Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Í gær bárust þær sorgarfréttir að gítarleikarinn Ronald „Ron" Asheton væri látinn. Lögreglan fann hann látinn á heimili hans í Ann Arbor í Michigan-ríki Bandaríkjanna eftir tilkynningu um að ekkert hefði til hans spurst dögum saman. Hann mun hafa verið látinn í nokkra daga en krufning mun leiða í ljós dánarorsökina. Ron var sextugur. Ron er frægastur fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni The Stooges, sem hann stofnaði með bróður sínum Scott og Iggy Pop í Ann Arbor árið 1967. Þetta voru utanveltu náungar sem spiluðu hrátt rokk í algjörri mótsögn við ríkjandi „melló" sýru- og hipparokk. Bandið gerði þrjár sígildar plötur fyrir Elektra-útgáfuna sem urðu nokkrum árum síðar mikilvægasti leiðarvísirinn fyrir pönkið. Einfaldur en eitursnjall gítarleikur Rons á því stóran hlut í fæðingu pönksins. Hann var kjörinn 29. besti gítarleikari rokksins í kosningu tímaritsins Rolling Stone. Eftir að Ron hætti í The Stooges skömmu upp úr 1970 lék hann með Destroy All Monsters og fleiri lítt þekktum böndum auk þess að taka upp fyrir ung bönd. Hann og Scott bróðir hans unnu aftur með Iggy á sólóplötu hans Skull Ring árið 2003. Það var neistinn sem kveikti í endurkomu The Stooges og skilaði sér í plötunni The Weirdness. Ron kom til Íslands í maí árið 2006 þegar The Stooges spiluðu á eftirminnilegum tónleikum í Hafnarhúsinu.
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira