Ímynduð eða raunveruleg ógn Jón Kaldal skrifar 8. janúar 2009 06:00 Merkilegur samanburður birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að á þremur árum hefur rekstrarkostnaður sérsveitar Ríkislögreglustjóra aukist um 45 prósent á sama tíma og útgjöld til efnahagsbrotadeildar hafa dregist saman um níu prósent. Þessar tölur gefa skýra mynd af forgangsröðun stjórnvalda undanfarin ár: Sá hluti lögregluliðs landsins, sem getur borið vopn, hefur verið stórefldur en minni áhugi hefur verið á því að styrkja undirstöður rannsókna á mögulegum afbrotum í viðskiptalífinu. Þetta lítur óneitanlega undarlega út. Ísland er friðsamt land og nánast óþekkt að glæpamenn beiti skotvopnum. Byssur koma yfirleitt ekki við sögu nema þegar einhver sveiflar haglabyssu á fylleríi, eða skrítin mál koma upp, eins og þegar unglingspiltur stal skammbyssu föður síns í síðustu viku og skaut einu skoti að kvöldi til í vegg leikskóla hverfisins. Engin ástæða er til að gera lítið úr þeirri hættu sem getur skapast við slíkar uppákomur. Það þarf hins vegar örugglega ekki fjölmennt lið af þrautþjálfuðum og þungvopnuðum sérsveitarmönnum til að takast á við þær. Slík sveit er engu að síður orðin til hjá Ríkislögreglustjóra. Á hinum endanum, þar sem atvinnutól lögreglumanna eru ekki skammbyssur og táragas heldur Excel og reiknivélar, hefur verið dregið úr fjárveitingum. Sú staðreynd skýtur auðvitað mjög skökku við því á sama tíma hefur íslenskt viðskiptalíf þanist út og orðið margfalt flóknara en þegar nokkrir ríkir heildsalar stjórnuðu því að miklu leyti. Það er tiltölulega auðveldur leikur að gagnrýna stjórnvöld fyrir þessar áherslur. En þó ekki fyllilega sanngjarnt, því í málefnum sérsveitarinnar er frammistaða stjórnvalda jafn rökrétt og góð og hún er órökrétt og metnaðarlaus gagnvart efnahagsbrotadeildinni. Á sínum tíma var það ákvörðun Alþingis að efla sérsveitina. Þegar sú ákvörðun var tekin var ófriðlegra um að litast en um langa hríð í okkar heimsálfu og nýjar hættur við sjóndeildarhringinn. Að auki hafði Ísland skömmu áður hafið fulla þátttöku í Schengen-samstarfinu, og sá þar með um eftirlit við ytri landamæri Evrópusambandsins. Heimsmyndin var sem sagt allbreytt frá því sem hún var nokkrum árum fyrr. Nú má deila lengi um hvort Íslandi stafi raunveruleg ógn af til dæmis hryðjuverkaárás eða að hér komi fram vopnuð gengi glæpamanna. Væntanlega geta þó flestir verið sammála um að ekki er hægt að útiloka þá hættu með öllu. Og það þýðir að stjórnvöldum ber skylda til að hafa hér vel búið og þjálfað lögreglulið ef slíkar aðstæður kæmu upp. Við höfum lært af biturri reynslu að ekki borgar sig að loka augunum fyrir mögulegum hættum. Allir sem þekktu til fjármálalífs landsins vissu að möguleikinn á algjöru kerfishruni var til staðar. Hann þótti hins vegar svo hverfandi agnarsmár að stjórnvöld og bankastofnanir kusu að láta eins og hann væri ekki til. Það var dýrkeypt sjálfsblekking. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun
Merkilegur samanburður birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að á þremur árum hefur rekstrarkostnaður sérsveitar Ríkislögreglustjóra aukist um 45 prósent á sama tíma og útgjöld til efnahagsbrotadeildar hafa dregist saman um níu prósent. Þessar tölur gefa skýra mynd af forgangsröðun stjórnvalda undanfarin ár: Sá hluti lögregluliðs landsins, sem getur borið vopn, hefur verið stórefldur en minni áhugi hefur verið á því að styrkja undirstöður rannsókna á mögulegum afbrotum í viðskiptalífinu. Þetta lítur óneitanlega undarlega út. Ísland er friðsamt land og nánast óþekkt að glæpamenn beiti skotvopnum. Byssur koma yfirleitt ekki við sögu nema þegar einhver sveiflar haglabyssu á fylleríi, eða skrítin mál koma upp, eins og þegar unglingspiltur stal skammbyssu föður síns í síðustu viku og skaut einu skoti að kvöldi til í vegg leikskóla hverfisins. Engin ástæða er til að gera lítið úr þeirri hættu sem getur skapast við slíkar uppákomur. Það þarf hins vegar örugglega ekki fjölmennt lið af þrautþjálfuðum og þungvopnuðum sérsveitarmönnum til að takast á við þær. Slík sveit er engu að síður orðin til hjá Ríkislögreglustjóra. Á hinum endanum, þar sem atvinnutól lögreglumanna eru ekki skammbyssur og táragas heldur Excel og reiknivélar, hefur verið dregið úr fjárveitingum. Sú staðreynd skýtur auðvitað mjög skökku við því á sama tíma hefur íslenskt viðskiptalíf þanist út og orðið margfalt flóknara en þegar nokkrir ríkir heildsalar stjórnuðu því að miklu leyti. Það er tiltölulega auðveldur leikur að gagnrýna stjórnvöld fyrir þessar áherslur. En þó ekki fyllilega sanngjarnt, því í málefnum sérsveitarinnar er frammistaða stjórnvalda jafn rökrétt og góð og hún er órökrétt og metnaðarlaus gagnvart efnahagsbrotadeildinni. Á sínum tíma var það ákvörðun Alþingis að efla sérsveitina. Þegar sú ákvörðun var tekin var ófriðlegra um að litast en um langa hríð í okkar heimsálfu og nýjar hættur við sjóndeildarhringinn. Að auki hafði Ísland skömmu áður hafið fulla þátttöku í Schengen-samstarfinu, og sá þar með um eftirlit við ytri landamæri Evrópusambandsins. Heimsmyndin var sem sagt allbreytt frá því sem hún var nokkrum árum fyrr. Nú má deila lengi um hvort Íslandi stafi raunveruleg ógn af til dæmis hryðjuverkaárás eða að hér komi fram vopnuð gengi glæpamanna. Væntanlega geta þó flestir verið sammála um að ekki er hægt að útiloka þá hættu með öllu. Og það þýðir að stjórnvöldum ber skylda til að hafa hér vel búið og þjálfað lögreglulið ef slíkar aðstæður kæmu upp. Við höfum lært af biturri reynslu að ekki borgar sig að loka augunum fyrir mögulegum hættum. Allir sem þekktu til fjármálalífs landsins vissu að möguleikinn á algjöru kerfishruni var til staðar. Hann þótti hins vegar svo hverfandi agnarsmár að stjórnvöld og bankastofnanir kusu að láta eins og hann væri ekki til. Það var dýrkeypt sjálfsblekking.