Fótbolti

Kaka vill vera áfram í Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka fagnar marki í leik með AC Milan.
Kaka fagnar marki í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP

Kaka gefur lítið fyrir þær vangaveltur að hann sé á leið til Manchester City í Englandi og segist vilja vera áfram í herbúðum AC Milan.

Forráðamenn Milan hittu í gær sendinefnd frá City til að ræða áhuga síðarnefnda liðsins á Kaka. City er sagt reiðubúið að borga 100 milljónir evra fyrir þá Kaka, Gennaro Gattuso og markvörðinn Dida.

„Svo lengi sem að metnaður félagsins er mikill vil ég vera áfram hjá Milan," sagði Kaka í samtali við Mediaset sem er í eigu Silvio Berlusconi, forseta AC Milan.

„Hér vil ég eldast og markmið mitt í framtíðinni er að verða fyrirliði liðsins. Ég hef áður hafnað stórum tilboðum frá öðrum félögum."

Kaka er samningsbundinn AC Milan til ársins 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×