Tíu myndir á franskri hátíð 15. janúar 2009 06:00 Opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar, Entre les murs, eða Skólabekkurinn, hlaut Gullpálmann á Cannes-hátíðinni síðasta vor. Frönsk kvikmyndahátíð hefst á morgun og stendur til 29. janúar. Sýndar verða tíu myndir, þar á meðal opnunarmyndin Entre les murs sem hlaut Gullpálmann í Cannes síðasta vor. Franska kvikmyndahátíðin, sem er sú níunda í röðinni, fer fram í Háskólabíói og að henni standa Græna ljósið og Alliance français í samstarfi við sendiráð Frakklands, Belgíu og Kanada. Sýndar verða tíu gæðamyndir, þar af sín myndin hvor frá Belgíu og Kanada. Þetta er í fyrsta skipti sem sýndar eru myndir frá öðrum löndum en Frakklandi á hátíðinni en allar myndirnar eru engu að síður á frönsku. Þrjár myndanna eru með íslenskum texta: Skólabekkurinn (Entre les Murs), Françoise Sagan og Refurinn og barnið. Aðrar myndir eru textaðar á ensku. Entre les murs segir frá François sem er ungur frönskukennari í gagnfræðaskóla fyrir vandræðaunglinga. Hann hikar ekki við að svara nemendum sínum fullum hálsi eins og tungumálið sjálft sé í húfi og slík vinnubrögð geta haft sínar afleiðingar. Entre les murs er í hópi níu mynda sem eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina. Fækkað verður í hópnum niður í fimm 22. janúar þegar tilkynnt verður um tilnefningarnar. Myndin hefur hlotið sérlega góða dóma, þar á meðal 7,9 af 10 mögulegum á kvikmyndasíðunni Imdb.com og hvorki meira né minna en 97% á síðunni Rottentomatoes.com. Heiðursgestur frönsku kvikmyndahátíðarinnar er franski leikstjórinn Luc Jacquet sem gerði hina geysivinsælu mynd Ferðalag keisaramörgæsanna. Hann verður viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar, barnamyndarinnar Refurinn og barnið, laugardaginn 17. janúar kl. 20. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á síðunni Graenaljosid.is. freyr@frettabladid.is Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Frönsk kvikmyndahátíð hefst á morgun og stendur til 29. janúar. Sýndar verða tíu myndir, þar á meðal opnunarmyndin Entre les murs sem hlaut Gullpálmann í Cannes síðasta vor. Franska kvikmyndahátíðin, sem er sú níunda í röðinni, fer fram í Háskólabíói og að henni standa Græna ljósið og Alliance français í samstarfi við sendiráð Frakklands, Belgíu og Kanada. Sýndar verða tíu gæðamyndir, þar af sín myndin hvor frá Belgíu og Kanada. Þetta er í fyrsta skipti sem sýndar eru myndir frá öðrum löndum en Frakklandi á hátíðinni en allar myndirnar eru engu að síður á frönsku. Þrjár myndanna eru með íslenskum texta: Skólabekkurinn (Entre les Murs), Françoise Sagan og Refurinn og barnið. Aðrar myndir eru textaðar á ensku. Entre les murs segir frá François sem er ungur frönskukennari í gagnfræðaskóla fyrir vandræðaunglinga. Hann hikar ekki við að svara nemendum sínum fullum hálsi eins og tungumálið sjálft sé í húfi og slík vinnubrögð geta haft sínar afleiðingar. Entre les murs er í hópi níu mynda sem eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina. Fækkað verður í hópnum niður í fimm 22. janúar þegar tilkynnt verður um tilnefningarnar. Myndin hefur hlotið sérlega góða dóma, þar á meðal 7,9 af 10 mögulegum á kvikmyndasíðunni Imdb.com og hvorki meira né minna en 97% á síðunni Rottentomatoes.com. Heiðursgestur frönsku kvikmyndahátíðarinnar er franski leikstjórinn Luc Jacquet sem gerði hina geysivinsælu mynd Ferðalag keisaramörgæsanna. Hann verður viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar, barnamyndarinnar Refurinn og barnið, laugardaginn 17. janúar kl. 20. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á síðunni Graenaljosid.is. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira