Njótum friðhelgi 8. apríl 2009 18:36 Langþráð páskafrí byrjaði í dag, fyrstu frídagarnir síðan um jól. Undanfarnir þrír mánuðir hafa verið ansi langir og lítið uppörvandi, enda landið á hausnum. Ekki nóg með að kreppan bæti utan á sig jafnt og þétt eins og snjóbolti sem rúllar stjórnlaus niður brekku, heldur hefur meira að segja veðrið verið leiðinlegt og hríðarbyljir og frost gert sitt til að draga móralinn niður. Ég er viss um að ef við byggjum einhvers staðar þar sem sólin skín allan daginn væri ekki nándar nærri eins nöturlegt að eiga við ástandið. Mikið óskaplega er kreppan leiðinleg en ég velti mér nú samt upp úr henni gegndarlaust. Hún er orðin hluti af mér eins og ljótur fílapensill í eyra sem ég get ekki látið í friði og kroppa endalaust ofan af. Þetta gengur ekki lengur. En nú eru páskarnir fram undan og nóg komið af voli. Það er frí. Þótt hinn séríslenski frasi ¿þetta reddast¿ hafi kannski átt sinn hlut í að við stöndum í þeim sporum sem við stöndum í núna, ætla ég samt að láta kreppuna lönd og leið næstu fimm daga. Ég ætla að leyfa mér að láta eins og þetta reddist allt saman. Það er frí, allt lokað hvort sem er og hvorki hægt að stressa sig á einu né neinu. Það getur nefnilega falist ákveðið frelsi í því þegar utanaðkomandi aðstæður, sem maður hefur ekki stjórn á sjálfur, taka völdin. Það skapast ákveðin fríhelgi eða tómarúm sem maður ber enga ábyrgð á og getur þá leyft sér að vera kærulaus. Eins og þegar tölvukerfið hrynur í vinnunni og maður verður bara að fara í kaffi með hinum meðan tölvugúrúarnir gera við. Eða þegar rafmagnið fer og ekkert er hægt að gera nema bíða eftir að það komi á aftur. Það á að njóta svona stolinna stunda. Nú er frí, allt lokað, allar viðræður liggja niðri, engin vafasöm bankaviðskipti eiga sér stað í nokkra daga, ekkert að gerast á Alþingi, allir farnir heim og kreppusnjóboltinn stoppar rétt á meðan. Næstu fimm daga þurfum við ekki einu sinni að kveikja á útvarpinu og komumst vel upp með að hlusta ekki á kosningaáróður flokkanna. Við erum í fríi. Við eigum skilið þessa smá stund til að gleyma okkur og slappa aðeins af áður en við setjum undir okkur hausinn, og kroppum aftur ofan af fílapenslinum ljóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Langþráð páskafrí byrjaði í dag, fyrstu frídagarnir síðan um jól. Undanfarnir þrír mánuðir hafa verið ansi langir og lítið uppörvandi, enda landið á hausnum. Ekki nóg með að kreppan bæti utan á sig jafnt og þétt eins og snjóbolti sem rúllar stjórnlaus niður brekku, heldur hefur meira að segja veðrið verið leiðinlegt og hríðarbyljir og frost gert sitt til að draga móralinn niður. Ég er viss um að ef við byggjum einhvers staðar þar sem sólin skín allan daginn væri ekki nándar nærri eins nöturlegt að eiga við ástandið. Mikið óskaplega er kreppan leiðinleg en ég velti mér nú samt upp úr henni gegndarlaust. Hún er orðin hluti af mér eins og ljótur fílapensill í eyra sem ég get ekki látið í friði og kroppa endalaust ofan af. Þetta gengur ekki lengur. En nú eru páskarnir fram undan og nóg komið af voli. Það er frí. Þótt hinn séríslenski frasi ¿þetta reddast¿ hafi kannski átt sinn hlut í að við stöndum í þeim sporum sem við stöndum í núna, ætla ég samt að láta kreppuna lönd og leið næstu fimm daga. Ég ætla að leyfa mér að láta eins og þetta reddist allt saman. Það er frí, allt lokað hvort sem er og hvorki hægt að stressa sig á einu né neinu. Það getur nefnilega falist ákveðið frelsi í því þegar utanaðkomandi aðstæður, sem maður hefur ekki stjórn á sjálfur, taka völdin. Það skapast ákveðin fríhelgi eða tómarúm sem maður ber enga ábyrgð á og getur þá leyft sér að vera kærulaus. Eins og þegar tölvukerfið hrynur í vinnunni og maður verður bara að fara í kaffi með hinum meðan tölvugúrúarnir gera við. Eða þegar rafmagnið fer og ekkert er hægt að gera nema bíða eftir að það komi á aftur. Það á að njóta svona stolinna stunda. Nú er frí, allt lokað, allar viðræður liggja niðri, engin vafasöm bankaviðskipti eiga sér stað í nokkra daga, ekkert að gerast á Alþingi, allir farnir heim og kreppusnjóboltinn stoppar rétt á meðan. Næstu fimm daga þurfum við ekki einu sinni að kveikja á útvarpinu og komumst vel upp með að hlusta ekki á kosningaáróður flokkanna. Við erum í fríi. Við eigum skilið þessa smá stund til að gleyma okkur og slappa aðeins af áður en við setjum undir okkur hausinn, og kroppum aftur ofan af fílapenslinum ljóta.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun