Beyoncé klæðist E-label 27. nóvember 2009 06:00 Ánægðar <B>Ásta Kristjánsdóttir</B> segir fréttirnar af innkaupum <B>Beyoncé</B> mjög ánægjulegar en söngkonan hefur dvalið í London ásamt eiginmanni sínum, Jay-Z. Beyoncé þykir hafa einstaklega góðan fatasmekk og var valin best klædda kona ársins 2009 af lesendum People. Leggingsbuxurnar, <B>Heavy Metal</B>, sem Beyoncé keypti eru sérstaklega vinsælar í Bretlandi um þessar mundir. Íslenska hönnunarmerkið E-label hefur verið til sölu í tískuversluninni Topshop í London undanfarnar vikur. Bandaríska söngkonan Beyoncé hefur nú bæst í hóp viðskiptavina merkisins. „Yfirmenn í Topshop hringdu í okkur og sögðu okkur frá því að Beyoncé væri stödd í versluninni og hefði keypt Heavy Metal leggings frá E-label. Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," segir Ásta Kristjánsdóttir, sem rekur E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur, en Ásgrímur Már Friðriksson hannar flíkurnar. Beyoncé er þó ekki eina erlenda stjarnan sem hefur verslað við E-label því fyrrverandi samstarfskona hennar, söngkonan Michelle Williams, pantaði nýverið sex flíkur frá fyrirtækinu. „Við létum breyta þeim aðeins fyrir hana og mér skilst að hún ætli að klæðast fötunum á tónleikum. Það væri mjög gaman að rekast á myndir af þessum konum í fötum frá okkur í nánustu framtíð," segir Ásta og hlær. Beyoncé Knowles hefur verið ein vinsælasta söngkona heims síðastliðinn áratug, en hún sló fyrst í gegn árið 1997 með stúlknasveitinni Destiny's Child, en Michelle Williams var einmitt með henni í þeirri hljómsveit. Hún hefur ætíð vakið mikla athygli fyrir smekklegan klæðnað og var meðal annars valin best klædda kona ársins 2009 af lesendum tímaritsins People. Auk þess rekur hún eigið hönnunarfyrirtæki ásamt móður sinni undir nafninu House of Deréon. sara@frettabladid.is Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Íslenska hönnunarmerkið E-label hefur verið til sölu í tískuversluninni Topshop í London undanfarnar vikur. Bandaríska söngkonan Beyoncé hefur nú bæst í hóp viðskiptavina merkisins. „Yfirmenn í Topshop hringdu í okkur og sögðu okkur frá því að Beyoncé væri stödd í versluninni og hefði keypt Heavy Metal leggings frá E-label. Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," segir Ásta Kristjánsdóttir, sem rekur E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur, en Ásgrímur Már Friðriksson hannar flíkurnar. Beyoncé er þó ekki eina erlenda stjarnan sem hefur verslað við E-label því fyrrverandi samstarfskona hennar, söngkonan Michelle Williams, pantaði nýverið sex flíkur frá fyrirtækinu. „Við létum breyta þeim aðeins fyrir hana og mér skilst að hún ætli að klæðast fötunum á tónleikum. Það væri mjög gaman að rekast á myndir af þessum konum í fötum frá okkur í nánustu framtíð," segir Ásta og hlær. Beyoncé Knowles hefur verið ein vinsælasta söngkona heims síðastliðinn áratug, en hún sló fyrst í gegn árið 1997 með stúlknasveitinni Destiny's Child, en Michelle Williams var einmitt með henni í þeirri hljómsveit. Hún hefur ætíð vakið mikla athygli fyrir smekklegan klæðnað og var meðal annars valin best klædda kona ársins 2009 af lesendum tímaritsins People. Auk þess rekur hún eigið hönnunarfyrirtæki ásamt móður sinni undir nafninu House of Deréon. sara@frettabladid.is
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira