Fótbolti

Drenthe er að fara á taugum

Drenthe kann illa við harðbrjósta stuðningsmenn Real
Drenthe kann illa við harðbrjósta stuðningsmenn Real NordicPhotos/GettyImages

Hollenski kantmaðurinn Royston Drenthe hefur ekki verið í leikmannahópi Real Madrid í síðustu þremur leikjum eftir að stuðningsmenn liðsins bauluðu á hann í síðasta mánuði.

"Drenthe þjáist af kvíða. Hann er ungur leikmaður og þarf á stuðningi að halda frá fólkinu sem vinnur með honum," sagði Juande Ramos þjálfari Real, sem stýrt hefur liðinu til sigurs í átta síðustu leikjum.

"Sem þjálfari hans verð ég að veita honum stuðning, því hann er mjög efnilegur leikmaður," sagði Ramos í útvarpsviðtali.

Drenthe, sem á að baki leiki með U-21 árs liði Hollendinga, var ekki kátur með viðtökur stuðningsmanna Real í leiknum gegn Deportivo þann 25. janúar eins og nærri má geta.

"Ég vil ekki upplifa það að ég sé að spila á Nou Camp (heimavelli erkifjenda liðsins í Barcelona) þegar ég spila á heimavelli. Það gerir mönnum bara erfiðara fyrir á vellinum ef stuðningsmenn eru að baula," sagði Drenthe í samtali við Marca.

"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×