Það sem landneminn fann ekki Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. september 2009 06:00 Kristófer Kólumbus var víst afskaplega önugt og leiðinlegt gamalmenni. Hann var reyndar ekki svo gamall þegar hann hrökk upp af; einmana og ómeðvitaður um að hafa farið til Ameríku. Þetta verður að teljast óttalegt klúður hjá honum. Ekki var útlit fyrir svo óskemmtileg örlög þegar hann fór á fund Ísabellu og Ferdinands í Barcelona og sagði þeim frá ferð sinni yfir Atlantshafið. Til að gera frásögnina enn skemmtilegri hafði hann með sér sex skrautmálaða indjána til að sýna konungshjónunum. Sagði hann Ísabellu að þeir yrðu góðir þrælar og efalítið væri nóg af gulli til að taka frá heimkynnum þeirra. Gullið fann hann en örlögin urðu samt eins og fyrr segir. Annað klúður úr mannkynssögunni er fært til bókar af serkjakónginum Abdar Rahman III. Líkt og slíkir kóngar á 10. öld hafði hann fullar hirslur af gulli og stór kvennabúr með fegurðardrottningum. Voru geldingar látnir gæta þeirra svo að enginn sperringur væri í kringum þær. Abdar hélt dagbók líkt og Matthías Johannessen og þar skráði hann hjá sér þá daga þar sem hann hafði upplifað fullkomna hamingju. Þegar hann var um sjötugt hugsaði hann um sinn farsæla feril, greip dagbókina og taldi þessa daga. Þeir voru fjórtán. Hann varð því vansælt gamalmenni eftir allt líkt og Kristófer. Ólíkt þessum hetjum úr mannkynssögunni eru gamalmennin í spænska þorpinu Zújar svo lífleg að það minnir mann á jafnaldra þeirra í sveitum Ísafjarðardjúps. Áttræðir menn príla hér upp í tré eftir gráfíkjum og ef svindlað er á þeim í póker mæta þeir mótherja sínum með hnefann á lofti líkt og Barðstrendingur í Baldurshaga. Þegar þau mál hafa verið útkljáð er sest niður og spjallað yfir rauðvínsglasi. Læknar, sálfræðingar og auðvitað sölumenn þreytast seint á því að telja okkur trú um að við verðum að kaupa hitt og þetta til þess að geta orðið hress gamalmenni. Ef kaup á einhverju færa okkur ekki nær þessu markmiði þá er það einhver þjónusta sem við verðum að verða okkur úti um. En hvað sem því líður þá veitir hversdagsleikinn í Ísafjarðardjúpi og Zújar eitthvað sem fegurðardrottningar, þrælar, þjónar, fullar hirslur af gulli og sérfróðir aðstoðarmenn gátu ekki veitt Abdar og Kólumbusi. Hver sagði að allt væri til sölu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun
Kristófer Kólumbus var víst afskaplega önugt og leiðinlegt gamalmenni. Hann var reyndar ekki svo gamall þegar hann hrökk upp af; einmana og ómeðvitaður um að hafa farið til Ameríku. Þetta verður að teljast óttalegt klúður hjá honum. Ekki var útlit fyrir svo óskemmtileg örlög þegar hann fór á fund Ísabellu og Ferdinands í Barcelona og sagði þeim frá ferð sinni yfir Atlantshafið. Til að gera frásögnina enn skemmtilegri hafði hann með sér sex skrautmálaða indjána til að sýna konungshjónunum. Sagði hann Ísabellu að þeir yrðu góðir þrælar og efalítið væri nóg af gulli til að taka frá heimkynnum þeirra. Gullið fann hann en örlögin urðu samt eins og fyrr segir. Annað klúður úr mannkynssögunni er fært til bókar af serkjakónginum Abdar Rahman III. Líkt og slíkir kóngar á 10. öld hafði hann fullar hirslur af gulli og stór kvennabúr með fegurðardrottningum. Voru geldingar látnir gæta þeirra svo að enginn sperringur væri í kringum þær. Abdar hélt dagbók líkt og Matthías Johannessen og þar skráði hann hjá sér þá daga þar sem hann hafði upplifað fullkomna hamingju. Þegar hann var um sjötugt hugsaði hann um sinn farsæla feril, greip dagbókina og taldi þessa daga. Þeir voru fjórtán. Hann varð því vansælt gamalmenni eftir allt líkt og Kristófer. Ólíkt þessum hetjum úr mannkynssögunni eru gamalmennin í spænska þorpinu Zújar svo lífleg að það minnir mann á jafnaldra þeirra í sveitum Ísafjarðardjúps. Áttræðir menn príla hér upp í tré eftir gráfíkjum og ef svindlað er á þeim í póker mæta þeir mótherja sínum með hnefann á lofti líkt og Barðstrendingur í Baldurshaga. Þegar þau mál hafa verið útkljáð er sest niður og spjallað yfir rauðvínsglasi. Læknar, sálfræðingar og auðvitað sölumenn þreytast seint á því að telja okkur trú um að við verðum að kaupa hitt og þetta til þess að geta orðið hress gamalmenni. Ef kaup á einhverju færa okkur ekki nær þessu markmiði þá er það einhver þjónusta sem við verðum að verða okkur úti um. En hvað sem því líður þá veitir hversdagsleikinn í Ísafjarðardjúpi og Zújar eitthvað sem fegurðardrottningar, þrælar, þjónar, fullar hirslur af gulli og sérfróðir aðstoðarmenn gátu ekki veitt Abdar og Kólumbusi. Hver sagði að allt væri til sölu?
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun