Tónlist

Undirbýr sólóplötu

Forsprakki rokksveitarinnar er að undirbúa sína fyrstu sólóplötu.
Forsprakki rokksveitarinnar er að undirbúa sína fyrstu sólóplötu.

Corey Taylor, forsprakki grímu­rokkaranna í Slipknot, er að undirbúa sína fyrstu sólóplötu. „Ég finn að ég þarf að gera þessa plötu," sagði Taylor í viðtali við Billboard. „Ég er þannig náungi að ef ég get ekki gert hana þá heldur það aftur af mér í öðru sem ég geri."

Taylor, sem er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Stone Sour, segir sólóefni sitt vera nokkurs konar blöndu af Foo Fighters og Social Distortion með dálitlum Johnny Cash-áhrifum.

Slipknot er að hefja umfangsmikla tónleikaferð sem lýkur ekki fyrr en í september. Eftir það ætlar Taylor að einbeita sér að sólóplötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×