Finnska leiðin 22. júní 2009 00:01 Rithöfundaþingið í Lahti í Finnlandi var sett í nístingskulda í síðustu viku. Fyrirlestrarnir fóru ekki fram úti við eins og staðið hafði til, heldur inni í tjaldi og urðum við þátttakendur að vefja okkur inn í þykk teppi. Ekki hafði ég dvalist lengi á finnskri grund þegar ég áttaði mig á því að fleira en veðrið var öfugsnúið. Ég hafði verið beðin um að lesa upp ljóð og var ungur heimamaður fenginn til að lesa þýðingarnar. Þær voru bæði til á ríkisfinnsku og mállýsku, og lagði maðurinn áherslu á að lesa frekar mállýskuna. Þetta eru alldramatísk ljóð um dauða, einmanaleika og svoleiðis nokk. Ég hafði því búist við nokkurri yfirvegun hjá áheyrendum en það var öðru nær. Til að byrja með mátti heyra fólk flissa en ekki leið á löngu þar til salurinn sprakk úr hlátri. „Þetta hafði ekkert með ljóðin að gera, heldur hvernig hann las,“ sagði fólk afsakandi og benti á unga manninn. Þetta reyndist einhvers konar „prumpa í stampinn“-húmor en hjálpi mér, hvað það var skemmtilegt að lesa upp fyrir þetta káta fólk. Á eftir mér steig þéttholda Finni á svið. Hann lék á skemmtara og söng My Way á finnsku. Þá mátti heyra saumnál detta, nema þegar mér og Lise frá Hjaltlandi varð það á að horfast í augu og flissið þrengdi sér fram á milli tannanna. Vissulega voru þarna fastir liðir sem maður getur alltaf búist við á rithöfundaþingi, svo sem konan sem spyr hvort maður hafi séð álfa og maðurinn sem dansaði við Vigdísi Grímsdóttur (að þessu sinni árið 1993!) og hefur enn ekki jafnað sig. Annars var allt frekar öfugsnúið. Ég spurði Finnana um fjárhagsþrengingarnar í byrjun 10. áratugarins. Jú, eitthvað hafði verið erfiðara að fá vinnu en þetta fólk hafði aðallega verið í námi á þessum tíma og þá er fólk hvort sem er blankt. Það hafði því lítið fundið fyrir erfiðleikunum. Finnar hafa marga fjöruna sopið og árið 1969 þegar þeir áttu varla bót fyrir boruna á sér ákváðu þeir nú samt að höggva kirkju inn í klett í Helsinki. Leiðsögukonan hristi höfuðið af hneykslun. „Sjáið bruðlið,“ sagði hún og benti upp í koparþakið. „Svo verður allt of heitt hér í sólskini.“ Þegar maður situr inni í kirkjunni og horfir á hvern koparhringinn taka við af öðrum færist yfir mann ró sem öllum er bráðnauðsynleg. Og nái maður að kasta tölu á hringina getur maður jafnvel komist að því hvað Guð er gamall. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Rithöfundaþingið í Lahti í Finnlandi var sett í nístingskulda í síðustu viku. Fyrirlestrarnir fóru ekki fram úti við eins og staðið hafði til, heldur inni í tjaldi og urðum við þátttakendur að vefja okkur inn í þykk teppi. Ekki hafði ég dvalist lengi á finnskri grund þegar ég áttaði mig á því að fleira en veðrið var öfugsnúið. Ég hafði verið beðin um að lesa upp ljóð og var ungur heimamaður fenginn til að lesa þýðingarnar. Þær voru bæði til á ríkisfinnsku og mállýsku, og lagði maðurinn áherslu á að lesa frekar mállýskuna. Þetta eru alldramatísk ljóð um dauða, einmanaleika og svoleiðis nokk. Ég hafði því búist við nokkurri yfirvegun hjá áheyrendum en það var öðru nær. Til að byrja með mátti heyra fólk flissa en ekki leið á löngu þar til salurinn sprakk úr hlátri. „Þetta hafði ekkert með ljóðin að gera, heldur hvernig hann las,“ sagði fólk afsakandi og benti á unga manninn. Þetta reyndist einhvers konar „prumpa í stampinn“-húmor en hjálpi mér, hvað það var skemmtilegt að lesa upp fyrir þetta káta fólk. Á eftir mér steig þéttholda Finni á svið. Hann lék á skemmtara og söng My Way á finnsku. Þá mátti heyra saumnál detta, nema þegar mér og Lise frá Hjaltlandi varð það á að horfast í augu og flissið þrengdi sér fram á milli tannanna. Vissulega voru þarna fastir liðir sem maður getur alltaf búist við á rithöfundaþingi, svo sem konan sem spyr hvort maður hafi séð álfa og maðurinn sem dansaði við Vigdísi Grímsdóttur (að þessu sinni árið 1993!) og hefur enn ekki jafnað sig. Annars var allt frekar öfugsnúið. Ég spurði Finnana um fjárhagsþrengingarnar í byrjun 10. áratugarins. Jú, eitthvað hafði verið erfiðara að fá vinnu en þetta fólk hafði aðallega verið í námi á þessum tíma og þá er fólk hvort sem er blankt. Það hafði því lítið fundið fyrir erfiðleikunum. Finnar hafa marga fjöruna sopið og árið 1969 þegar þeir áttu varla bót fyrir boruna á sér ákváðu þeir nú samt að höggva kirkju inn í klett í Helsinki. Leiðsögukonan hristi höfuðið af hneykslun. „Sjáið bruðlið,“ sagði hún og benti upp í koparþakið. „Svo verður allt of heitt hér í sólskini.“ Þegar maður situr inni í kirkjunni og horfir á hvern koparhringinn taka við af öðrum færist yfir mann ró sem öllum er bráðnauðsynleg. Og nái maður að kasta tölu á hringina getur maður jafnvel komist að því hvað Guð er gamall.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun