Mikki mús verður ofurhetja í tölvuleik 4. nóvember 2009 04:00 x Áttatíu árum eftir að Mikki Mús var kynntur til sögunnar á hvíta tjaldinu hefur honum verið úthlutað aðalhlutverkinu í tölvuleik, Epic Mickey, sem settur verður á markað fyrir Wii-leikjatölvur Nintendo á næsta ári. Vonir framleiðendanna standa til þess að Mikki verði jafn kunn tölvuleikjahetja og Mario-bræðurnir. Höfundur leiksins, Warren Spector, segir í samtali við breska blaðið Guardian að Mikki hafi verið tekinn af heimavelli sínum, teiknimyndaheiminum, og inn í heim leiksins, Eyðiland teiknimyndanna (Cartoon wasteland). Spector dásamar innblásturinn sem heimur Disney-teiknimyndahetjanna veitir en í leiknum er Mikki á ferð um Eyðilandið þar sem fallnar hetjur teiknimyndanna búa. Oswald, heppna kanínan, fyrsta teiknimyndapersónan sem Walt Disney skapaði, er meðal persóna í leiknum. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Áttatíu árum eftir að Mikki Mús var kynntur til sögunnar á hvíta tjaldinu hefur honum verið úthlutað aðalhlutverkinu í tölvuleik, Epic Mickey, sem settur verður á markað fyrir Wii-leikjatölvur Nintendo á næsta ári. Vonir framleiðendanna standa til þess að Mikki verði jafn kunn tölvuleikjahetja og Mario-bræðurnir. Höfundur leiksins, Warren Spector, segir í samtali við breska blaðið Guardian að Mikki hafi verið tekinn af heimavelli sínum, teiknimyndaheiminum, og inn í heim leiksins, Eyðiland teiknimyndanna (Cartoon wasteland). Spector dásamar innblásturinn sem heimur Disney-teiknimyndahetjanna veitir en í leiknum er Mikki á ferð um Eyðilandið þar sem fallnar hetjur teiknimyndanna búa. Oswald, heppna kanínan, fyrsta teiknimyndapersónan sem Walt Disney skapaði, er meðal persóna í leiknum.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira