Sláttumaðurinn slyngi Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 27. júlí 2009 00:01 Eftir margra daga dásamlega reykvíska sólarblíðu með unaðslegum lautartúrum, sundferðum og strandlífi hvarflaði loks að mér að gera eitthvað gagnlegt. Til dæmis að sinna vanræktri garðholunni aggalítið. Planta og reyta en einkum þó að kaupa nýja sláttuvél. Eins og mér finnst oft gaman að stússast, atast og græja hitt og þetta innifelur vinnugleðin ekkert sem viðkemur vélum af neinu tagi. Maskínur eiga bara að hafa þrjár stillingar: Kveikja - nota - slökkva. Af furðulegum ástæðum var sláttuvélin hins vegar afgreidd í bútum í kassa og til skemmtunar fylgdi hnausþykkur leiðbeiningabæklingur á fjórtán tungumálum. Skoðun hans kallaði á fullkomna einbeitingu við eldhúsborðið. Ekki fyrr hafði það hvarflað að mér hversu flókið og hættulegt getur verið að slá blettinn, eftir lesturinn bogað svitinn af enninu af ótta við allt það sem úrskeiðis getur farið. Sakleysisleg garðsláttuvél er þegar grannt er skoðað sannkölluð vítisvél. Mikilvægt er að vera í öryggisskóm og fullklæddur frá toppi til táar, annars heggur hún af bæði tær og fingur. Bensín og smurolíu skal meðhöndla af sömu varúð og virka kjarnaodda, ellegar springur allt í loft upp. Alls ekki má gangsetja mótorinn í viðurvist barna eður dýra annars eru dagar þeirra taldir. Eftir heilt kvöld með leiðbeiningunum fór annað í að púsla kvikindinu úr kassanum saman. Á þriðja degi las ég Spámanninn til að öðlast æðruleysi og hugarró áður en ég fór til að kaupa smurolíu af engu öðru en hárréttum styrkleika. Sama kvöld taldi ég hlutverki mínu lokið og þvingaði bóndann heim úr vinnunni til að klára málið, því eitthvað hlaut jú fjandakornið að vera karlmannsverk. Þegar blessuð sláttuvélin byrjaði að mala hríslaðist um mig gleðistraumur og ég trítlaði inn til að leggjast á leti. Tilhugsunin um bók og súkkulaði hafði þó varla kviknað þegar sláttumaðurinn slyngi geystist æpandi framúr mér og dró á eftir sér bólginn handlegg. Af aðdáunarverðri nákvæmni hafði honum tekist að stíma beint á samyrkjubú holugeitunga sem verða þá sjálfkrafa mjög fúlir. Við eiturstungu er gott að leggja sykurmola en hvernig skal innheimta splunkunýja sláttuvél sem fokreiðir geitungar hafa tekið í gíslingu? Á það var ekki minnst í bæklingnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Eftir margra daga dásamlega reykvíska sólarblíðu með unaðslegum lautartúrum, sundferðum og strandlífi hvarflaði loks að mér að gera eitthvað gagnlegt. Til dæmis að sinna vanræktri garðholunni aggalítið. Planta og reyta en einkum þó að kaupa nýja sláttuvél. Eins og mér finnst oft gaman að stússast, atast og græja hitt og þetta innifelur vinnugleðin ekkert sem viðkemur vélum af neinu tagi. Maskínur eiga bara að hafa þrjár stillingar: Kveikja - nota - slökkva. Af furðulegum ástæðum var sláttuvélin hins vegar afgreidd í bútum í kassa og til skemmtunar fylgdi hnausþykkur leiðbeiningabæklingur á fjórtán tungumálum. Skoðun hans kallaði á fullkomna einbeitingu við eldhúsborðið. Ekki fyrr hafði það hvarflað að mér hversu flókið og hættulegt getur verið að slá blettinn, eftir lesturinn bogað svitinn af enninu af ótta við allt það sem úrskeiðis getur farið. Sakleysisleg garðsláttuvél er þegar grannt er skoðað sannkölluð vítisvél. Mikilvægt er að vera í öryggisskóm og fullklæddur frá toppi til táar, annars heggur hún af bæði tær og fingur. Bensín og smurolíu skal meðhöndla af sömu varúð og virka kjarnaodda, ellegar springur allt í loft upp. Alls ekki má gangsetja mótorinn í viðurvist barna eður dýra annars eru dagar þeirra taldir. Eftir heilt kvöld með leiðbeiningunum fór annað í að púsla kvikindinu úr kassanum saman. Á þriðja degi las ég Spámanninn til að öðlast æðruleysi og hugarró áður en ég fór til að kaupa smurolíu af engu öðru en hárréttum styrkleika. Sama kvöld taldi ég hlutverki mínu lokið og þvingaði bóndann heim úr vinnunni til að klára málið, því eitthvað hlaut jú fjandakornið að vera karlmannsverk. Þegar blessuð sláttuvélin byrjaði að mala hríslaðist um mig gleðistraumur og ég trítlaði inn til að leggjast á leti. Tilhugsunin um bók og súkkulaði hafði þó varla kviknað þegar sláttumaðurinn slyngi geystist æpandi framúr mér og dró á eftir sér bólginn handlegg. Af aðdáunarverðri nákvæmni hafði honum tekist að stíma beint á samyrkjubú holugeitunga sem verða þá sjálfkrafa mjög fúlir. Við eiturstungu er gott að leggja sykurmola en hvernig skal innheimta splunkunýja sláttuvél sem fokreiðir geitungar hafa tekið í gíslingu? Á það var ekki minnst í bæklingnum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun