Aftur og aftur Guðmundur Steingrímsson skrifar 10. janúar 2009 06:00 Enn á ný lætur Ísraelsher til skarar skríða og myrðir börn og fullorðna. Sprengjur falla á saklausa borgara og læknar eru hindraðir í störfum sínum. Með reglulegu millibili svalar þessi fullkomnasti her heimsins fýsn sinni. Sama atburðarásin fer af stað í veröldinni. Þjóðarleiðtogar fordæma. Bandaríkjastjórn segir að það séu tvær hliðar á málinu. Fólk deyr. HIÐ síendurtekna ástand á Biblíuslóðum er orðið dæmisaga fyrir akkúrat það: Endurtekninguna. Líklega er það stærsta viðfangsefni mannsins - á öllum tímum - að koma í veg fyrir að skelfilegir hlutir endurtaki sig, aftur og aftur, með sömu hörmulegu afleiðingunum og síðast. Hvað þetta verkefni mistekst oft er síðan til vitnis um það hvað manndýrið er ótrúlega ófullkomið. Á Íslandi er blessunarlega enginn Ísraelsher. Vandamál okkar eru ekki samanburðarhæf við ógnarumhverfi fólks í Palestínu. En viðfangsefnið er þó í grunninn svipað: Hvernig á að koma í veg fyrir að hörmungar endurtaki sig? Þetta er eilífðarþraut og virðist æði lúmskur vandi. Nú þegar eru farnar að heyrast raddir hér á landi þess efnis að nýju bankarnir geti líka farið á hausinn. Og aftur virðast menn ætla að hrista höfuðið, vantrúaðir, yfir þeim viðvörunarorðum og vísa á bug. Er það ekki nokkuð kunnuglegur upptaktur að ömurlegri atburðarás? ÞESSI eilífðarvandi endurtekningarinnar er þess eðlis að ekki dugir að ráðast gegn honum með vel orðuðum yfirlýsingum eingöngu, efasemdarlausum fullyrðingum um að allt verði jú víst í stakasta lagi í framtíðinni. Mun róttækari hernaðarlist þarf að stunda gegn þessum tilvistarlega skratta. ÞEIR sem hafa fundið hjá sjálfum sér djúpar hvatir til þess að feta brautir sem leiða undantekningarlaust til sjálfseyðingar vita að til þess að koma í veg fyrir slíkan sálarlegan hildarleik þarf stöðuga áminningu. Verkefnið er ævarandi. Sama gildir þegar rætt er um þjóðfélag í heild sinni, eða jafnvel heiminn allan. Fyrir okkur Íslendinga er ágætis aðferðarfræði að finna í samskiptum okkar við náttúruöflin, sjálft veðrið. Við spáum fyrir því, tölum stanslaust um það, styrkjum björgunarsveitir svo þær geti bjargað okkur ef illa fer, eigum alls kyns búnað og hlífðarföt til þess að mæta því þegar það versnar. MANNSKEPNAN getur þetta, þótt hún klúðri því oft. Svona þarf líka að vakta Gaza, öllum stundum. Og svona þurfum við Íslendingar - í okkar fyrirhyggjuleysi og brussugangi - að höndla okkar bagalegu efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun
Enn á ný lætur Ísraelsher til skarar skríða og myrðir börn og fullorðna. Sprengjur falla á saklausa borgara og læknar eru hindraðir í störfum sínum. Með reglulegu millibili svalar þessi fullkomnasti her heimsins fýsn sinni. Sama atburðarásin fer af stað í veröldinni. Þjóðarleiðtogar fordæma. Bandaríkjastjórn segir að það séu tvær hliðar á málinu. Fólk deyr. HIÐ síendurtekna ástand á Biblíuslóðum er orðið dæmisaga fyrir akkúrat það: Endurtekninguna. Líklega er það stærsta viðfangsefni mannsins - á öllum tímum - að koma í veg fyrir að skelfilegir hlutir endurtaki sig, aftur og aftur, með sömu hörmulegu afleiðingunum og síðast. Hvað þetta verkefni mistekst oft er síðan til vitnis um það hvað manndýrið er ótrúlega ófullkomið. Á Íslandi er blessunarlega enginn Ísraelsher. Vandamál okkar eru ekki samanburðarhæf við ógnarumhverfi fólks í Palestínu. En viðfangsefnið er þó í grunninn svipað: Hvernig á að koma í veg fyrir að hörmungar endurtaki sig? Þetta er eilífðarþraut og virðist æði lúmskur vandi. Nú þegar eru farnar að heyrast raddir hér á landi þess efnis að nýju bankarnir geti líka farið á hausinn. Og aftur virðast menn ætla að hrista höfuðið, vantrúaðir, yfir þeim viðvörunarorðum og vísa á bug. Er það ekki nokkuð kunnuglegur upptaktur að ömurlegri atburðarás? ÞESSI eilífðarvandi endurtekningarinnar er þess eðlis að ekki dugir að ráðast gegn honum með vel orðuðum yfirlýsingum eingöngu, efasemdarlausum fullyrðingum um að allt verði jú víst í stakasta lagi í framtíðinni. Mun róttækari hernaðarlist þarf að stunda gegn þessum tilvistarlega skratta. ÞEIR sem hafa fundið hjá sjálfum sér djúpar hvatir til þess að feta brautir sem leiða undantekningarlaust til sjálfseyðingar vita að til þess að koma í veg fyrir slíkan sálarlegan hildarleik þarf stöðuga áminningu. Verkefnið er ævarandi. Sama gildir þegar rætt er um þjóðfélag í heild sinni, eða jafnvel heiminn allan. Fyrir okkur Íslendinga er ágætis aðferðarfræði að finna í samskiptum okkar við náttúruöflin, sjálft veðrið. Við spáum fyrir því, tölum stanslaust um það, styrkjum björgunarsveitir svo þær geti bjargað okkur ef illa fer, eigum alls kyns búnað og hlífðarföt til þess að mæta því þegar það versnar. MANNSKEPNAN getur þetta, þótt hún klúðri því oft. Svona þarf líka að vakta Gaza, öllum stundum. Og svona þurfum við Íslendingar - í okkar fyrirhyggjuleysi og brussugangi - að höndla okkar bagalegu efnahagsmál.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun