Heimskra manna ráð? Jón Sigurðsson skrifar 17. ágúst 2009 06:00 Á sínum tíma þurftu Íslendingar að heyja baráttu til að tryggja að íslensk tunga yrði stjórnsýslu- og verslunarmál. Við þurftum að berjast fyrir því að hér ríkti virðing fyrir íslenskri þjóðmenningu og íslenskum aðstæðum. En Íslendingar hafa alltaf verið fúsir til að leita aðstoðar, ráðgjafar og þekkingar erlendis. Námsfólk hefur leitað í miklum mæli til útlanda. Og hér eru jafnan margir erlendir ráðgjafar og sérfræðingar. Íslendingum finnst ekki mótsetning eða andstæða í þessu. Við viljum standa á eigin fótum og virða móðurmálið, en hins vegar höfum við metnað til að sækja okkur þekkingu og ráð þar sem best verður á kosið erlendis sem hérlendis. Nýlega sagði erlendur sérfræðingur í hagfræði, sem hlotið hefur vegtyllur hér, að Íslendingar geti varla séð fótum sínum forráð vegna fámennis, einhæfis atvinnuvega, fjarlægða, kunningjavalds og skorts á sérfræðiþekkingu. Ummæli þessa sérfræðings minntu mjög á sjónarmið dönsku stjórnarinnar fyrir tvö hundruð árum. Hér er reynt að beita áhrifastöðu sem vopni gegn þrótti og metnaði þjóðarinnar. Slíkt er vindhögg og Íslendingar munu ekki hlaupa eftir þessum goluþyt. Lýsingin á íslenskum aðstæðum sem hér var rakin minnir þvert á móti á stöðu mála meðal milljónaþjóða þar sem fámennir forystuhópar sitja að öllum valdastöðum í krafti auðs og háskólagöngu. Meðal þeirra þjóða eru dæmin líka alræmd um spillingu, hyglun og kostnaðarsöm mistök af slíkum sökum. Smáþjóðir eins og Íslendingar hafa líka við sína drauga að fást. En öll reynsla Íslendinga, Færeyinga, Sama, Grænlendinga, Maltverja, Lúxembúrgara, Baska, Katalóna, Sikileyinga, Kórsíkumanna, Azoreyinga, Slóvena, Albana, Eista, Letta, Skota, Bretóna og margra fleiri smáþjóða hnígur eindregið í þá átt að fjöldi og atgervi fari ekki saman með þeim hætti að fámenn samfélög standi höllum fæti af þeim sökum. Allar þessar þjóðir hafa fengið að kynnast yfirdrottnunarhug stórþjóðanna. Allar hafa þær fengið að kynnast drambinu í sumum erlendum sérfræðiráðgjöfum. Smáþjóðir sækja eftir þátttöku í Evrópusambandinu, ekki til að samlagast eða hverfa inn í stærri heild, heldur til að eflast og finna metnaði sínum verðugt viðfang. Reynsla þeirra í Evrópusambandinu hefur staðfest þetta. Nú þarf að örva og efla Íslendinga og auka þeim metnað og þrótt. Það þarf að tala kjark í þjóðina. Það þarf að efla íslenskan þjóðarmetnað og íslenskt þjóðarstolt. Íslendingar vita eins og aðrar smáþjóðir að þróttur, metnaður og árangur vinnast innan að, og að fullveldi og sjálfstæði eru sívirk uppspretta kraftaverka. Einmitt þannig eflumst við til samstarfs við aðra. Smáþjóðirnar vita fullvel að ófriðarsaga stórþjóðanna staðfestir orð Ólafs pá, að því verr muni duga heimskra manna ráð er þau koma fleiri saman. - Að undanförnu hafa ýmsir hagfræðingar, erlendir sem íslenskir, ekki bætt við virðingu eða traust á menntun sinni. Guði sé lof að orð Ólafs pá eiga ekki við um þá alla líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór
Á sínum tíma þurftu Íslendingar að heyja baráttu til að tryggja að íslensk tunga yrði stjórnsýslu- og verslunarmál. Við þurftum að berjast fyrir því að hér ríkti virðing fyrir íslenskri þjóðmenningu og íslenskum aðstæðum. En Íslendingar hafa alltaf verið fúsir til að leita aðstoðar, ráðgjafar og þekkingar erlendis. Námsfólk hefur leitað í miklum mæli til útlanda. Og hér eru jafnan margir erlendir ráðgjafar og sérfræðingar. Íslendingum finnst ekki mótsetning eða andstæða í þessu. Við viljum standa á eigin fótum og virða móðurmálið, en hins vegar höfum við metnað til að sækja okkur þekkingu og ráð þar sem best verður á kosið erlendis sem hérlendis. Nýlega sagði erlendur sérfræðingur í hagfræði, sem hlotið hefur vegtyllur hér, að Íslendingar geti varla séð fótum sínum forráð vegna fámennis, einhæfis atvinnuvega, fjarlægða, kunningjavalds og skorts á sérfræðiþekkingu. Ummæli þessa sérfræðings minntu mjög á sjónarmið dönsku stjórnarinnar fyrir tvö hundruð árum. Hér er reynt að beita áhrifastöðu sem vopni gegn þrótti og metnaði þjóðarinnar. Slíkt er vindhögg og Íslendingar munu ekki hlaupa eftir þessum goluþyt. Lýsingin á íslenskum aðstæðum sem hér var rakin minnir þvert á móti á stöðu mála meðal milljónaþjóða þar sem fámennir forystuhópar sitja að öllum valdastöðum í krafti auðs og háskólagöngu. Meðal þeirra þjóða eru dæmin líka alræmd um spillingu, hyglun og kostnaðarsöm mistök af slíkum sökum. Smáþjóðir eins og Íslendingar hafa líka við sína drauga að fást. En öll reynsla Íslendinga, Færeyinga, Sama, Grænlendinga, Maltverja, Lúxembúrgara, Baska, Katalóna, Sikileyinga, Kórsíkumanna, Azoreyinga, Slóvena, Albana, Eista, Letta, Skota, Bretóna og margra fleiri smáþjóða hnígur eindregið í þá átt að fjöldi og atgervi fari ekki saman með þeim hætti að fámenn samfélög standi höllum fæti af þeim sökum. Allar þessar þjóðir hafa fengið að kynnast yfirdrottnunarhug stórþjóðanna. Allar hafa þær fengið að kynnast drambinu í sumum erlendum sérfræðiráðgjöfum. Smáþjóðir sækja eftir þátttöku í Evrópusambandinu, ekki til að samlagast eða hverfa inn í stærri heild, heldur til að eflast og finna metnaði sínum verðugt viðfang. Reynsla þeirra í Evrópusambandinu hefur staðfest þetta. Nú þarf að örva og efla Íslendinga og auka þeim metnað og þrótt. Það þarf að tala kjark í þjóðina. Það þarf að efla íslenskan þjóðarmetnað og íslenskt þjóðarstolt. Íslendingar vita eins og aðrar smáþjóðir að þróttur, metnaður og árangur vinnast innan að, og að fullveldi og sjálfstæði eru sívirk uppspretta kraftaverka. Einmitt þannig eflumst við til samstarfs við aðra. Smáþjóðirnar vita fullvel að ófriðarsaga stórþjóðanna staðfestir orð Ólafs pá, að því verr muni duga heimskra manna ráð er þau koma fleiri saman. - Að undanförnu hafa ýmsir hagfræðingar, erlendir sem íslenskir, ekki bætt við virðingu eða traust á menntun sinni. Guði sé lof að orð Ólafs pá eiga ekki við um þá alla líka.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun