Frjálshyggjan er fórnarlamb Jón Kaldal skrifar 10. nóvember 2009 06:00 Eitt af fórnarlömbum kreppunnar er hugmyndafræðin sem er ýmist kölluð frjálshyggja eða nýfrjálshyggja. Til hennar vilja margir rekja rætur þeirrar óhamingju sem efnahagur landsins hefur ratað í. Ýmislegt er til í þeirri skoðun. Eitt stærsta áfall frjálshyggjumanna hlýtur að vera að markaðurinn reyndist ekki fær um að hafa eftirlit með sjálfum sér og leita jafnvægis af sjálfsdáðum. Vissulega má færa rök fyrir því að slík aðlögun sé í gangi um þessar mundir, en afleiðingarnar eru stórkostlegt tjón fyrir efnahag þeirra landa sem innleiddu hvað mest frelsi á fjármagnsmörkuðum. Fyrir vikið er vel skiljanlegt að margir hafa áhuga á að gera byltingu á því kerfi sem liggur til grundvallar í viðskiptalífi þessara sömu landa. Þar á meðal er hópur fólks sem kom saman á sunnudaginn og stofnaði íslenskt útibú frá Attac-samtökunum, en þau berjast meðal annars gegn hnattvæðingu á forsendum nýfrjálshyggjunnar, eins og það er orðað á síðu samtakanna. Í stefnuyfirlýsingu Íslandsdeildarinnar segir að landið hafi í rúm tuttugu ár verið „tilraunastöð nýfrjálshyggjunnar" og að nú þurfi almenningur að „skipuleggja sig til að sækja fram til gagnsóknar í þágu réttláts samfélags". Réttlæti er alltaf fallegt markmið. Vandinn er bara sá að allar stjórnmálastefnur telja það fram sem einn af sínum hornsteinum. Þar á meðal er frjálshyggjan. Enda er það alls ekki hún sem hefur verið meginvandi Íslands undanfarin ár. Hann ristir miklu dýpra og nær mun lengra aftur í tímann en þau tuttugu ár sem er talað um hér að ofan. Það er ekki traust á markaði þegar stjórnmálaflokkar velja handgengna viðskiptamenn til að eignast banka. Það er ekki frjálshyggja að raða ættingjum, flokksfélögum og vinum inn í dómstóla og aðrar ríkisstofnanir. Og það er ekki heldur markaðshugsun að setja lög sem tryggja tilteknum ríkisstarfsmönnum, þar á meðal manni sjálfum, aukin eftirlaun og forréttindi. Slíkt háttalag er þekkt úr sögubókunum í ríkjum sem kenndu sig við allt aðra stjórnmálastefnu en frjálshyggju. Arfleið þessara stjórnarhátta er að 67 prósent þeirra sem tóku þátt í nýbirtri könnun Háskólans á Bifröst telja að spilling í íslenskri stjórnsýslu sé mikil eða mjög mikil. Ef einhverjar framfarir eiga að verða þurfa þessir innviðir íslensks samfélags að breytast til batnaðar. Lausnin felst ekki í því að taka upp stóraukinn ríkisbúskap og hafna frjálsum markaðsviðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun
Eitt af fórnarlömbum kreppunnar er hugmyndafræðin sem er ýmist kölluð frjálshyggja eða nýfrjálshyggja. Til hennar vilja margir rekja rætur þeirrar óhamingju sem efnahagur landsins hefur ratað í. Ýmislegt er til í þeirri skoðun. Eitt stærsta áfall frjálshyggjumanna hlýtur að vera að markaðurinn reyndist ekki fær um að hafa eftirlit með sjálfum sér og leita jafnvægis af sjálfsdáðum. Vissulega má færa rök fyrir því að slík aðlögun sé í gangi um þessar mundir, en afleiðingarnar eru stórkostlegt tjón fyrir efnahag þeirra landa sem innleiddu hvað mest frelsi á fjármagnsmörkuðum. Fyrir vikið er vel skiljanlegt að margir hafa áhuga á að gera byltingu á því kerfi sem liggur til grundvallar í viðskiptalífi þessara sömu landa. Þar á meðal er hópur fólks sem kom saman á sunnudaginn og stofnaði íslenskt útibú frá Attac-samtökunum, en þau berjast meðal annars gegn hnattvæðingu á forsendum nýfrjálshyggjunnar, eins og það er orðað á síðu samtakanna. Í stefnuyfirlýsingu Íslandsdeildarinnar segir að landið hafi í rúm tuttugu ár verið „tilraunastöð nýfrjálshyggjunnar" og að nú þurfi almenningur að „skipuleggja sig til að sækja fram til gagnsóknar í þágu réttláts samfélags". Réttlæti er alltaf fallegt markmið. Vandinn er bara sá að allar stjórnmálastefnur telja það fram sem einn af sínum hornsteinum. Þar á meðal er frjálshyggjan. Enda er það alls ekki hún sem hefur verið meginvandi Íslands undanfarin ár. Hann ristir miklu dýpra og nær mun lengra aftur í tímann en þau tuttugu ár sem er talað um hér að ofan. Það er ekki traust á markaði þegar stjórnmálaflokkar velja handgengna viðskiptamenn til að eignast banka. Það er ekki frjálshyggja að raða ættingjum, flokksfélögum og vinum inn í dómstóla og aðrar ríkisstofnanir. Og það er ekki heldur markaðshugsun að setja lög sem tryggja tilteknum ríkisstarfsmönnum, þar á meðal manni sjálfum, aukin eftirlaun og forréttindi. Slíkt háttalag er þekkt úr sögubókunum í ríkjum sem kenndu sig við allt aðra stjórnmálastefnu en frjálshyggju. Arfleið þessara stjórnarhátta er að 67 prósent þeirra sem tóku þátt í nýbirtri könnun Háskólans á Bifröst telja að spilling í íslenskri stjórnsýslu sé mikil eða mjög mikil. Ef einhverjar framfarir eiga að verða þurfa þessir innviðir íslensks samfélags að breytast til batnaðar. Lausnin felst ekki í því að taka upp stóraukinn ríkisbúskap og hafna frjálsum markaðsviðskiptum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun