Tónlist

Fjórir trommarar á plötu Ske

Fjórir fagmenn spila með Ske
Paul Maguire, Kjartan Gunnarsson, Orri Páll Dýrason og Sigtryggur Baldursson.
Fjórir fagmenn spila með Ske Paul Maguire, Kjartan Gunnarsson, Orri Páll Dýrason og Sigtryggur Baldursson.
Fjórir trommarar spila inn á nýjustu plötu hljómsveitarinnar Ske sem er væntanleg á næstu vikum. Aðaltrommari Ske og sá sem kemur mest við sögu á plötunni er Englendingurinn Paul Maguire sem hefur spilað með hljómsveitinni The La"s. Hinir þrír eru Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós, Sigtryggur Baldursson og Kjartan Gunnarsson.



sigtryggur baldursson Sigtryggur er þekktastur fyrir trommuleik sinn með Sykurmolunum.
Guðmundur Steingrímsson hefur fáar skýringar á þessum fjölda en tekur fram að upptökurnar hafi tekið nokkur ár. „Paul valdi dálítið hvað hann fílaði að tromma inn á plötuna," segir hann. „Lögin hentuðu sumum betur og öðrum illa."

Kjartan
Bæði Sigtryggur og Kjartan hafa áður spilað inn á plötur Ske en Orri og Paul eru nýir af nálinni. „Orri er eðalmaður. Hann er vinur hljómsveitarinnar," segir Guðmundur. „Paul Maguire er reyndur í bransanum, alveg þrumutrommari. Við kynntumst honum í gegnum vinabönd."



Paul Maguire
Hljómurinn á nýju plötunni er aðeins rokkaðri en áður að sögn Guðmundar, auk þess sem engin söngkona kemur við sögu í þetta sinn. Bæði Ágústa Eva Erlendsdóttir og Ragnheiður Gröndal eru því fjarri góðu gamni. „Söngkonur hafa komið í hljómsveitina og alltaf orðið frægar annars staðar. Nú ákváðum við að prófa að hafa enga söngkonu." Höskuldur Ólafsson, fyrrum meðlimur Quarashi, sér um allan sönginn, nema í einu lagi sem Guðmundur syngur sjálfur. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×