Nóbelsverðlaun í bókmenntum 9. október 2009 06:00 Herta Müller. Rúmenska skáldkonan Herta Müller hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í gær. Müller er fædd í Nitchidorf í Rúmeníu árið 1953 og tilheyrir þýskumælandi minnihlutahóp þar í landi. Faðir hennar barðist með þýska hernum og móðirin var flutt nauðungarflutningum til Sovétríkjanna í stríðslok og vann þar í þrælabúðum í fimm ár. Herta nam þýskar og rúmenskar bókmenntir við háskólann í Timisoara og hóf upp úr því að skrifa smásögur, sem gefnar voru út á bók árið 1982. Hún var tæplega þrítug og sætti þegar ritskoðun rúmenskra stjórnvalda, var hluti af hóp þýskumælandi höfunda sem kallaði sig Aktionsgruppe Banat. Árið 1984 var bókin gefin út óritskoðuð í Þýskalandi. Þremur árum síðar flúðu Müller og eiginmaður hennar síðan land árið 1987 af ótta við aðgerðir rúmensku leynilögreglunnar. Hennar höfuðverk er talið vera skáldsagan Der Fuchs war damals schon der Jäger, sem kom út 1992. Bókin kom út hér á landi í þýðingu Franz Gíslasonar undir heitinu Ennislokkur einvaldsins. Bókin fjallar um lokadaga kommúnistaeinræðisins í Rúmeníu. Í tilkynningu akademíunnar segir að Müller hafi dregið upp mynd af landslagi hinna landlausu með einbeitni ljóðsins og hreinskilni hins lausa máls. Nóbelsverðlaun Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rúmenska skáldkonan Herta Müller hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í gær. Müller er fædd í Nitchidorf í Rúmeníu árið 1953 og tilheyrir þýskumælandi minnihlutahóp þar í landi. Faðir hennar barðist með þýska hernum og móðirin var flutt nauðungarflutningum til Sovétríkjanna í stríðslok og vann þar í þrælabúðum í fimm ár. Herta nam þýskar og rúmenskar bókmenntir við háskólann í Timisoara og hóf upp úr því að skrifa smásögur, sem gefnar voru út á bók árið 1982. Hún var tæplega þrítug og sætti þegar ritskoðun rúmenskra stjórnvalda, var hluti af hóp þýskumælandi höfunda sem kallaði sig Aktionsgruppe Banat. Árið 1984 var bókin gefin út óritskoðuð í Þýskalandi. Þremur árum síðar flúðu Müller og eiginmaður hennar síðan land árið 1987 af ótta við aðgerðir rúmensku leynilögreglunnar. Hennar höfuðverk er talið vera skáldsagan Der Fuchs war damals schon der Jäger, sem kom út 1992. Bókin kom út hér á landi í þýðingu Franz Gíslasonar undir heitinu Ennislokkur einvaldsins. Bókin fjallar um lokadaga kommúnistaeinræðisins í Rúmeníu. Í tilkynningu akademíunnar segir að Müller hafi dregið upp mynd af landslagi hinna landlausu með einbeitni ljóðsins og hreinskilni hins lausa máls.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira