Fótbolti

Aftur mótmælt vegna Kaka

NordicPhotos/GettyImages

Bosco Leite, faðir og umboðsmaður Brasilíumannsins Kaka hjá AC Milan, fundar í dag með forráðamönnum félagsins vegna fyrirhugaðra félagaskipta sonarins til Manchester City.

Óhressir stuðningsmenn Milan munu um leið láta óánægju sína í ljós með mótmælum, en þeir eru skiljanlega lítt hrifnir af mögulegri metsölu á leikmanninum.

Flestir, ef ekki allir sem einhvern áhuga hafa á knattspyrnu virðast hafa skoðun á Kaka-málinu og einn þeirra er tískumógúllinn Giorgio Armani, sem hefur mikil áhrif í íþróttaheiminum í Mílanó.

"Selja Kaka? Ég held ég myndi frekar selja allt liðið. Það er gagnslaust að selja svona mikilvægan leikmann. Ég yrði mjög sorgmæddur ef Kaka færi, ég þekki bæði hann og konu hans og þau eru yndislegt fólk," sagði Armani.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×